Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1937, Page 12

Læknablaðið - 01.10.1937, Page 12
74 LÆKNAB LAÐ I Ð læknir, sem vill sinna þessu góöa boöi Ef einhverjum leikur hugur á því, þá látiö mig vita. Ef enginn héraSslæknir sækir, geri eg ráS fyrir þvi, aö starfandi læknar geti fengið plássiö. Þó þori eg ekki aö fullyröa þaö. G. H. Umferðablað. Mér er nú sent „Mánedsskrift for praktisk lægegærning", gott tímarit, sem fáir hafa séö. Eg sendi nú rit þetta í hringferð meö- al lækna, vestur um land og norö- ur. Vil eg biöja lækna að senda blöðin skilvíslega næsta lækni með næsta pósti. Einu sinni hefir þaö veriö reynt áöur, aö senda góöa bók í slika umferö. Hún strandaði eöa hvarf á Ströndum, að mig minnir. Skyldi okkur ekki hafa farið fram í hirðusemi, svo bláö þetta geti gengið rétta boðleið? G. H. ísland u. seine Probleme. Eine hygieniske Studie uber den Einflusz der Umwelt heitir nýút- komin ritgerð eftir ])róf. Werner Kollath í Rostock. Hann feröaö- ist hjer í fyrrasumar. Eins og flest, sem Þjóöverjar segja um oss, er rit þetta mjög vingjarnlegt í vorn garö og margt eftirtektarvert í því. Aö sjálfsögöu er sagt frá heil- brigðishögum hér á landi, en því miður hafa Heilbrigðisskýrslur vorar farið fram hjá höf., svo hann hefir aðallega stuöst viö gamlar og nýlegar feröasögur og þvíl. Eru því fleiri villur og vafasöm atriöi en sagt veröi frá þeim i stuttri grein. Hann heldur t. d. aö sullir sé enn þá tiöur sjúkd. (6,6 hafa dáiö árl. T930—34), að engar fastar máltíöir hafi veriö til forna, aö menn salti ekki fisk, er hann er soðinn, aö við skyrgerö sje mjólk- in fyrst hleypt og síöan settur þétt- ir í hana. Sje mjólkurhlaupið hrært sundur meö þyrli o. s. frv. En þrátt fyrir þessar misfellur dylst ekki þýski vísindamaðurinn. Höf. þótti íslenska skyriö ágætt, en lét ekki þar viö sitja, heldur tók að rannsaka þaö, rækta skyrsýkla og gera skyr á rannsóknarstofu sinni og hefir í huga aö kenna Þjóðverjum skyrgerð. Hann fer að athuga fæöi manna hér á landi og tekur upp fróölega skýrslu frá Carl. Fresenius um það efni. Höf. segir að ytri áhrif hafi lít- il áhrif haft á líkamsþroska og heilbrigöi íslendinga, aftur hafi þau haft talsverð áhrif á „die Gestaltung der seelischen Persön- lichkeiten, die zu einer Bildung von Extremen fúhren und der Aus- geglichenheit entgegenwirken". ís- lendingum hættir við öfgum. Próf. K. hefir opiö og glöggt auga fyrir þjóðfélagsmálum vor- um. Hann segir oss meöal annars þann líeiska sannleika, aö vjer verðum aö sniða oss stakk eftir vexti og ekki krefjast meira en atvinnuvegirnir geti veitt. Höf. telur matarhæfi íslendinga hættulegt og nauðsynlegt aö breyta því til mikilla muna. Aö- alatriðið telur hann aö auka grænmeti og nota innlendar fæðu- tegundir meira en gert er, og mætti þetta leiða til viðreisnar á sveita- búskáp og stööva aðstreymi að bæjum. Hann óttast skort á bæti- efnum. Vafalaust er fæöi voru i ýmsu ábótavant, en þó er ekki mikil hætta á bætiefnaskorti meö- an ca. 1,4 lítrar af nýmjólk koma daglega á mann. G. H. Úber den Speckfinger heitir bók eftir Axel Matthiesen, K. Háuptl og Th. Tjötta (Oslo 1935) og er þar sagt frá mein-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.