Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1938, Síða 14

Læknablaðið - 01.10.1938, Síða 14
9- LJhKNAB LAÐIÐ- áhrif á meö hygienisk-dietiskum og öðrum lækningaaðferðum. Hinsvegar sýnir reynslan, að batahorlur fyrir tertiera, destruktiv lungnaberkla eru alt annað en góð- ar yfirlPitt, þó lækningatilraunir (t. d. kollapstherapi) hat'i góðan árangur í mörgum tilfellum. Sam- kvæmt hinum ýntsu statistikum frá hælum og berklavarnastöðvum, þá er Ietalitet opinna lungnaberkla eftir 4 ár 50—70% eða jafnvel alt að 90% og eftir 10 ár 70—97%. En jaínvel þó að dánartölur verði eitthvað lægri næstu ár- in, vegna þess, að opnir lungnaberklar finnast fyr en áð- ur, þá er, eins og sakir standa, ekki ástæða til að vera of bjartsýnir um varanlegar batahorfur opinna lungnaberkla. Um siðustu aldamót kom |Behr- ing með þá skálcllegu líkingu, að ..lungnatæringin sé endirinn á ljóði, sem byrjað var að syngja við vöggu barnsins." Síðari reynsla mótmælir þvi að vrsu, að þessi kenning hafi afdráttarlaust gildi, því frumsmitun eftir barnsaldur- inn getur framkallað tæringu. En hins vegar hygg eg að undirbún- ingstími hinna eiginlegu, destrúk- tiv lungnaberkla sé oftast langur, og að hverja skoðun, sem við höf- um á hinni svo kölluðu exogen su]3erinfektion, þá virðist liggja i augum uppi, að við eigum ekki að eins að gjöra okkur far um að verjast smitun eins lengi og hægt er, heldur vera á verði þegar hin fyrstu aktiv einkenni koma fram og þá þegar að gjöra lækn- ingatilraunir. í erindi, sem eg hélt í Læknafél. Reykjavíkur um eitlaberkla síðast- liðinn vetur, gat eg þess. að eitla- berklatímabilið, sérstaklega bron- kial-eitlatímabilið, væri mikils- verður þáttur í þróunarsögu berklaveikinnar. nánar tiltekið í primer- og sekunderstigi veikinn- ar, sem undirbýr hina tertieru, de- struktiv lungnaberkla. Eg skaut því fram, að við þurfum heilsu- hæli fyrir kirtlaveik börn og ung- linga. Eg drap einnig á þetta i út- varpserindi, er eg hélt nýlega. Siðan barnadeildin á Vífilsstöð- um tók til starfa, þá hefir mestur lduti barnanna verið á þessu eitla- skeiði. með þeim afbrigðum og sjúkdómsmyndum, sem þvi einatt eru samfara: brjósthimnubólgu, sekunder-infibreringu, hematogen útsæði, scrofuloderma, spina ven- tosa og öðrum bein- og liðabólgum o. s. t'rv. — Þessi mörgu börn hat'a yfirleitt fengið ágætan 'bata, og væntanlega oftast varanlegan, þ. e. a. s. eftir því sem enn er komið fram, því reynslutíminn er varla ennþá orðinn nógu Iangur, sérstak- lega að því er snertir síðustu ár- gangana. Þrátt fyrir þetta, þá er eg á þeirri skoðun, að ekki sé alls kost- ar haganlegt, að hafa slika barna- deild á Vífilsstöðum, því að þó að hún sé tiltölulega einangruð, þá er hún þó undir sama þaki og aðr- ir berklasjúklingar. Þó að vísu sé spornað við því. að börnin komi inn á stofur smitandi sjúklinga og yfirleitt á sjúkrastofur hinna full- orðnu, þá er það þó ógjörningur, að koma í veg fyrir, að börn og fullorðnir hittist og talist við, sér- staklega úti viö. Það má því búast við, að sunium foreldrum sé óljúft að vita börn sín undir sama þaki og smitandi sjúklinga. Annað mál er það, hvort slík smithræðsla sé á rökum bygð. Nú vita þeir, sem til þekkja á Vífilsstöðum, að þeir sjúklingar, sem eru á fótum og úti, hafa yfir- leitt eng’an verulegan hósta, enda svo varkárir, að smitun frá þeim

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.