Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1938, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.10.1938, Qupperneq 18
96 LÆKNABLAÐIÐ er mjög aökallandi, og þarf að ráöa fram úr því sem allra fyrst. þvi þa'ð er mjög fráleitt, aö geta ekki útskrifa'ð slíka sjúklinga, sem eg ræddi um, fyrir þá sök eina, að þeir hafa að engu að hverfa, ekki einn sinni að sæmilegu húsnæði. Eins og yður er kunnugt, eða a. m. k. sumum yðar, þá hefir ver- ið leitað til síðasta þings um fram- lag til nýrra sjúkrabygginga á Víf- ilsstöðum. TJað mun eiga að Irætvi við ?.ö minsta kosti 120 rúmum. Kostnaðaráætlun mun liggja fyrir og teikningar gjörðar, en eg hefi ekki séð þær og veit lítið um fyr- irkomulagið, en hvort undirbún- ingur þessa máls standi á nægilega traustum grundvelli, getur máske verið álitamál. En hvað sem þessu líður, þá er ]>að mitt álit, að við þurfum fyrst og fremst heilsuhæli, eins og eg hef lýst, fyrir börn og unglinga, og í öðru lagi aö það borgi sig, einnig fyrir ríkissjóðinn, að berkla- veikir sjúklingar, sem dvalið hafa í hælum, fái einhverja framhalds- hjálp, að minsta kosti um stundar- sakir. til þess að þeir þurfi ekki áð dvelja á hælunum lengur en góðu hófi gegnir. Mér er kunnugt um, að Irerklasjúklingar í heilsuhælim- um bera þetta mál mjög fyrir brjósti, enda vita þeir hvar skór- inn kreppir. Og það mundi verða styrkur þeirra máli, ef Læknafélag íslands mælti með því. Þegar þessi mál eru farsællega til lykta leidd, þá er eftir að vita, livort við þurfum að fjölga rúmum fyrir lungnaberklasjúklinga. Nú deyja ico sjúkingar á ári úr lungnaberklum, en að eins á \’íf- ilsstöðum og Kristnesi er pláss fyrir 225 sjúklinga, og hagkvæmt er að hafa nokkur rúm fyrir berklasjúklinga á öðrum sjúkra- húsum, t. d. Seyðisfirði, Akureyri, ísafirði, Stykkishólmi,Vestmanna- eyjum og Reykjavik. Að minsta kosti er með þessu séð betur fyrir sjúkrarúmum fyrir herklasjúk- linga en i nokkru öðru landi. Eg lief viljaö ræða ]>etta mál hér og heyra álit starfsbræðra, og' leggja þessar tillögur minar fyrir Læknafélag Íslands. Það félag hef- ir verið brantryðjandi í mörgum helst.u heilbrigðismálum vorum og' tillögur þess hafa oft mátt sin mikils á löggjafarþingi þjóðarinn- ar. — Og tillögur minar eru í stuttu máli þessar: Fundurinn telur hina brýnustu nauðsyn: 1. Að koma upp heilsuhæli fyrir börn og unglinga nieð berklaveiki á byrjunarstigum, sérstaklega citlaberkla og útvortis berka. 2. Að heimild sú um styrk, sem samkv. 5. gr. laga um hjálp til sjúkra manna og örkumla, má veita sjúklingunum fyrir læknis hjálp utan sjúkrahúsa, nái einnig til annara ]>arfa þeirra siúklinga, sem útskrifaðir ern af Irerklahæl- um, en eru þess ekki megnugir, að sjá sér farborða vegna fátæktar og litillar vinnugetu. 3. Að bæjar- og sveitarstjórnir sjái um, að slíkir sjúklingar fái .sæmilegt húsnæði og aðra nauð- synlega aðstoð. Félagsprentsmiðjan h.f.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.