Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 8

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 8
i8 LÆKNABLAÐIÐ beint, viÖ þrýsting á h. fossa iliaca (Mc. Burney), en eymsli a'Ö öðru leyti óveruleg. Enga fyrirferðar- aukningu að finna og perkussion tympanitisk alsstaðar. Lifrardeyfa eðlileg. Explorat. rectalis: Ekkert óeðlilegt að finna. Þvagrannsókn: -4- APS. Sennilegt þótti, að sjúklingurinn hefði appendicitis acuta og var þvi strax eftir komuna, i aether-narc. (Ombred.), gerð appendectomia í gegnum Mc. Burney’s skurð. Lítið eitt af tærum vökva í peritoneum. Ileum-endinn, sem gengur yfir í coecum, var, á ca. io cm. löngu svæði, mjög rauður og bólginn og veggurinn þyknaður. Bólgan var mest neðst við valvula ileo-coecalis, en fór svo smá-minkandi. Myndast höfðu samvextir milli ileum-endans og coecum, þannig, að appendix var alveg horfinn og innilokaður á bak við þessa samvexti. Eftir að þeir höfðu verið losaðir, kom appendix í ljós, og virtist hann alveg eðli- legur að sjá. Engar bólgubreyting- ar voru heldur sjáanlegar i coecum eða colon ascendens. 1 Ileo-coecal- horninu var ólögulegt eitlaberði, á stærð við vænan barnshnefa. Ap- pendix var tekinn og búið um stúf- inn á vanalegan hátt, en meira ekki aðgert. Síðan var sárinu lokað með katgut og klemmum. ----o------- Þetta er í stuttu máli það helsta, sem um þenna sjúkling okkar er að segja. — En nú vaknar spurn- ingin, hvað vitum við um þenna sjúkdóm, sem nefndur hefir verið ileitis terminalis ? Fyrstur til að rita ítarlega um hann varð Crohn, ásamt Ginzlnirg og Oppenheimar, árið 1932. Hann lýsti þar gangi sjúkdómsins og þeim einkennum, sem hann gefur. 1 fyrstu áleit Crohn, að sjúkdómur- inn væri eingöngu bundinn við neðsta hluta ileum og nefndi hann því sjúkdóminn ileitis terminalis. Iiann áleit þó, að stundum gæti hann gripið yfir á coecum og colon ascendens. Seinna hefir komið í ljós, og hafa verið birt tilfelli því til sönnunar, að sjúkdómurinn kem- ur ekki einungis fyrir neðst í ile- um, heldur getur hann einnig kom- ið fyrir í öðrum hlutum þess og það jafnvel án þess að neðsti hlut- inn sé sýktur. I samræmi við það var sjúkdómurinn nefndur ileitis regionalis. Nú á seinustu árum hafa verið birt einstöku tilfelli, sem lýsa svipuðum breytingum í jejunum. Jafnframt hefir komið fram sú skoðun, að breytingarnar, sem fund- ist hafa í coecum og colon ascen- dens, væru óháðar bólgunni í ileum kom þá fram nafnið enteritis regio- nalis. Áður en Crohn birti ritgerð sina, höfðu verið birt einstök tilfelli. sem lýstu óspecifik granulomata i ileum og coecum, og er sennilegt, að sum þeirra hafi verið sama eðlis og ileitis terminalis. — Árið 1937 ritar Svíinn Strömbeck um þenna sjúkdóm. Hann telur réttmætt að leggja, eftir sem áður, aðaláhersl- una á bólguna neðst í ileum og notar nafnið ileitis terminalis. Hið sama héfi ég gert í yfirliti því, sem hér fer á eftir, enda hefi eg aðal- lega stuðst við ritgerð hans. Eins og nafnið ber með sér, er hér um að ræða bólgu í ileum. Bólg- unni má skifta í fremur góðkynja acut bólgu, — ileitis terminalis sim- plex, — og svo aftur í hinn miklu' alvarlegri sjúkdóm, — ileitis ter- minalis chronica. — Sameiginlegt fyrir báða þessa sjúkdóma (eða sjúkdómsstig) er það, að þeir koma aðallega fyrir neðst í ileum og þá einkanlegá í námunda við valvula ileo-coecalis; en eins og ég tók frain áðan, er sjúkdómurinn ekki ein- göngu bundfnn við þenna stað.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.