Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 16
26 LÆKNABLAÐIÐ myndast retention og þar af leiÖ- andi óþægindi. Öllu lietra er því aÖ taka ileum í sundur, loka distala endanum, en skeyta hinum viÖ colon transversum. Ef um abscess er aÖ ræÖa, verÖ- ur eina aÖgerðin í bili oftast sú, aÖ opna hann og tæma. Allt of hættulegt er aÖ freista þess aÖ gera annað og meira (t. d. resection) vegna peritonitishættunnar. Mixter álítur, að besta meðferðin á ileitis terminalis chronica með abscess sé þessi: 1 fyrstu lotu að opna og tæma abscessinn, i annari lotu ileo- •colostomia og loks i þriðju lotu re- section. Séu fistlar, er oftast unnið fyrir gíg að reyna að loka þeim, án þess að taka jafnframt burtu hinn sjúka þarm. Er þá um að ræða, annaðhvort að gera resecion í einni lotu, eða þá, og Strömbeck mælir með því, að framkvæma aðgerðina í tveim lotum, þ. e. fyrst ileocolos- tomi og svo resection. Ef fistlar eru margir, og þá bæði innri og ytri fistlar, getur aðgerðin orðið mjög vandasöm og erfið. -----o----- Eg hefi nú í stuttu máli drepið á helstu atriðin viðvíkjandi þessuni sjúkdómi. Eins og gefur að skilja, þar eð þetta er tiltölulega lítið þekt- ur og rannsakaður sjúkdómur, er margt ennþá í óvissu viðvíkjandi honum og sérstaklega alt, sem or- ■sakir og uppruna snertir, getgátur einar. Rannsóknum á sjúkdómnum hefir fleygt mjög fram á seinni ár- um, og má vera, að sumt af því, sem sagt hefir verið, reynist ófull- nægjandi eða jafnvel rangt, er tím- ar líða. Annars mun reynslan skera úr því. Við getum þó sennilega verið sammála um það, að þetta er mjög athyglisverður sjúkdómur. En það, sem nú ef til vill í bili vek- ur mestan áhuga hjá okkur, er spurningin, hvað verður um þenna sjúkling okkar, sem eg mintist á í upphafi og sem líklega er fyrsti sjúklingurinn hér á landi, sem geng- ur undir þessari dagnosis. Ef við athugum gang veikinnar og breytingar þær, sem fundust við aðgerðina, i ileum og eitlunum, get- um við sagt með miklum sanni, að sjúklingurinn hafi ileitis terminalis simplex. Prognosis fyrir honum er góð, en þó verður aldrei útilokað, að sjúkdómurinn haldi áfram og breytist smátt og smátt yfir i ileitis terminalis chronica. Til þess nú að skapa okkur einhverja frekari hug- mynd um það, hvernig þessum sjúk- lingi reiði af, höfum við látið taka röntgenmyndir af honum, og var það gert 9 dögum eftir aðgerðina. (Myndir sýndar). Röntgenlýsingin er á þessa leið: Sjúklingurinn fékk contrastefni per os. Var ekki hægt að sjá neitt at- hugavert í ventriculus og var con- trastefninu fylgt eftir í gegnum mjógirnið. Passage er sein, svo að contrastefnið er ekki komið i neðstu ileumlykkjur og coecum fyr en alt að 6 klst. p. c. Neðsta ileumlykkj- an er tneð abnorm útliti á alt að 12 cm. löngu svæði. Kontúrurnar eru ósléttar og er relief óreglulegt, með smádefectum. Dálítil dilatation er á görninni proximalt, en þó ekki svo, að sé veruleg passagehindrun. Neðsti hluti coecum fyllist ekki vel, er með spastiskum kontractionum og jafnvel óregluegt relief í nánd við valvula Bauhini. Næsta dag fékk sjúkl. kontrastclysma og sjást þá enn kontractionir neðst í coec- um, svo það fyllist ekki. Ekki re- flux inn í ileum. — Útlitið líkist ekki tbc. — Röntgendiagn.: Ileitis terminalis. Af öðrum rannsóknum má nefna þessar: Sökk 16 mm. eftir 1 klst. Pirquet -i~. Mantoux 1: 1000 -þ. Rauð blóðkorn 4.66 milj. Hvít 6006.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.