Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 15
LÆKNAB LAÐ IÐ 25 sem engar breytingar hafa þá fund- ist í appendix, en aftur á móti ver- iÖ greinileg bólga i neÖsta hluta ile- um og tilvsvarandi eitlum. f stuttu máli: Ileitis terminalis simplex er í flestum tilfellum góðkynja sjúk- dómur, sem batnar af sjálfu sér, en stöku sinnum getur þó orÖiÖ úr ileitis terminalis chronica og eru þá batahorfur miklu vafasamari. Hvort á undan chroniska forminu fer alt- af acut stig, er óvíst. Sjúklingar með ileitis terminalis chronica þurfa handlæknisaðgerðar við, en þetta eru oftast stórar aðgerðir og lífs- hættulegar, með allhárri dánartölu. Strömbeck telur, að primæra mor- talitetið sé ekki undir 10%, reikn- að eftir 68 tilfelum, sem hann hef- ir séð birt. Árangur meðferðarinn- ar er, hvað seinni tímann snertir, mjög góður, ef þess hefir verið gætt að gera nægilega stóra resection. Sjúklingarnir ná þá oftast fullri heilsu og sjúkdómurinn tekur sig ekki upp aftur. Meðferð. Eins og þegar hefir verið tekið fram, koma sjúklingar með ileitis terminalis simplex þrá- faldlega á skurðarborðið og þá vegna gruns um appendicitis acuta. Strömbeck telur og sjálfsagt, ef nokkur grunur leikur á um appen- dicitis eða ekki er hægt að útiloka hann, að gera laparotomia proba- toria og fellur þá oftast appendix, hvort sem rnikið er á honum að sjá eða lítið. En nú er spurningin, hvað skal gera, ef um allmiklar bólgubreytingar í ileum er að ræða? Óyggjandi er, að ileitis terminalis simplex getur batnað að fullu, séu breytingarnar ekki orðnar mjög miklar; flestallir láta sér því nægja með apependectomiuna eina saman. Séu bólgueinkenni mjög mikil, phlegmone i þarmveggnum eða gangræn með yfirvofandi perfora- tion, er ekki um annað að gera, en að gera resection og taka burtu hinn sjúka þarmhluta. Ef nú á hinn bóginn korninn er greinileg fibrosis og þykknun í þarmvegginn, er sennilegt, að sjúkdómurinn haldi áfram og leiði til þrengsla, fistla o. s. frv., sem þá knýja til aðgerða. Besta meðferðin í slikum tilfellum væri því sú, að gera strax resec- tion (í einni eða tveimur lotum) og nota tækifærið á meðan sjúkdóm- urinn er viðráðanlegur og tiltölu- lega auðvelt er að framkvæma re- sectionina. Röntgen meðferð hefir verið reynd, að því er virðist bæði með og án árangurs. Strömbeck álítur, að sé röntgenmeðferð reynd, beri helst að reyna hana í þeim tilfellum, þar sem komið hafa í ljós, við laparotomia probatoria, tiltölulega vægar, en þó ákveðnar, chroniskar breytingar. Um gagnsemi entero-anastomosis við ileitis terminalis chronica eru skoðanir skiftar. Birt hafa verið til- •felli (Clute 1933) þar sem entero- anastomosis ein saman hefir lækn- að sjúkdóminn og var seinna meir engar Iireytingar að sjá í regio ileo- coecalis á röntgenmyndum. Fleiri tilfelli þessu lík hafa og verið birt. Miklu algengara er þó hitt, að þrátt fyrir entero-anastomosis batnar sjúkdómurinn ekki eða heldur jafn- vel áfram og gera verður resection seinna. Langmest gagn er af entero- anastomosis sem bráðabirgðar- eða undirbúnings-aðgerð undir aðal-að- gerðina, t. d. ef um er að ræða sjúklinga, sem mjög eru slappir og ekki er treystandl til að þola hina miklu stærri aðgerð, resectionina, t. d. ef um ileus er að ræða. Auð- veldast er þá að gera ileo-transver- sostomi, án þess að taka ileum í sundur. Sá galli er þó á þessari aðgerð, að í ileumlykkju þeirri, sem er distalt við anastomosuna og ligg- ur að hinum sjúka þarmi, vill oft

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.