Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 13
LÆKNAB LAÐ IÐ 23 mörgum tilfellum. Leukocytosis, alt upp í 20.000, er og ekki óalgeng. Langmikilvægasta rannsóknin, sem hægt er aÖ gera til þess að þekkja sjúkdóminn, er þó röntgenskoöun- in. Á byrjunarstigi sjúkdómsins og vi'ð ileitis terminalis simplex koma oft fram breytingar í slímhúðinni. Við ileitis terminalis chronica er, svo að segja altaf, miklar breyting- ar að finna, einkum eftir að sjúk- dómurinn hefir staðið lengi. Kan- tor hefir lýst aðaleinkennunum á þenna hátt: 1. Defect í kontrastskuggann, rétt ofan (proximalt) við coecum. 2. Óeðlileg lögun á neðstu ileum- lykkjunni. 3. Útvíkkun á ileum-lykkjum þar fyrir ofan. 4. Það, sem hann kallar „string sign“. Auk þess koma fyrir spasmar i coecum og colon ascendens. (Sýndar röntgenmyndir). Þótt slíkar röntgenmyndir séu mjög sérkennilegar fyrir þenna sjúkdóm, og hljóti að gefa ákveðna bendingu um hann, þá eru þær samt engan veginn sérkennilegar fyrir hann einan, heldur gefa þær einungis til kynna þrengsli í ileum. Svipaðar myndir koma fram við aðra sjúkdóma, sem valda þrengsl- um, svo sem við tuberculosis, lues, actinomycosis og illkynja æxli. Differential-diagnosis. Þeir sjúk- dómar, sem sér í lagi koma til greina til aðgreiningar frá ileitis terminalis, eru appendicitis acuta, colitis ulcerosa og tuberculosis ileo- coecalis. Aður hefir verið minst á það, hversu erfitt og jafnvel ómögu- legt er að greina ileitis terminalis simplex frá appendicitis acuta. Geta má þó þess, að sjúklingarnir eru oftast nær ekki eins veikindalegir við ileitis terminalis eins og við appendicitis. Sömuleiðis eru peri- toneal-einkenni ekki eins mikil. Við ileitis terminalis chronica geta einn- ið komið fyrir acut köst, sem líkj- ast appendicitis, en þá finnst oft fyrirferðaraukning og önnur ein- kenni, sem bent gætu á abscess. Það, sem einkanlega gerir það erf- itt, að þekkja þennan sjúkdóm frá appendicitis er það, að vanalega eru sjúklingarnir það mikið veikir og ástandið það alvarlegt, að skjótra ákvarðana og aðgerða jiarf við og ]dví ekki hægt að notfæra sér Jtá rannsóknina, sem bestar upp- lýsingar gefur viðvíkjandi sjúkdóm- inum, nefnilega röntgen. Útkoman vill því verða sú, að sjúklingarnir eru skornir upp sem appendicitis- sjúklingar, og fyrst j^egar inn í ab- domen er komið, verður ljóst, hvers kyns er. Gæta verður j)ó þeirrar varúðar, að athuga ielum nákvæmlega, ef ekki eru nægilegar breytingar á appendix til að skýra einkennin, því annars gæti sést yf- ir sjúkdóminn. Hvað snertir colitis ulc., j)á er hinn tiði niðurgangur við il. term. chronica einkenni, sem einnig er mjög áberandi við colitis ulcerosa, ekki síst j)ar sem bæði slím og blóð kemur fyrir í hægðum við báða þessa sjúkdóma; þó ber ef til vill öllu meira á Jrví við colitis ulcer- osa. Við ileitis terminalis chronica eru jtó ekki tenesmi eins og við colitis og við recto-romanoscopi sjást ekki })ær breytingar, sem svo títt er að finna við colitis ulcer- osa. Sömuleiðis gefur röntgenskoð- unin greinilegar og ákveðnar upp- lýsingar, ekki síst ef komin eru þrengsli. Ef fyrirferðaraukning finst eða fistlar hafa myndast, gef- ur ])að einnig bendingar í ákveðna átt. Langmestum erfiðleikum hvað snertir differential-diagnosis, veld-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.