Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 12
22 LÆK NAB LAÐ IÐ chronica. Þeir eru aðallega tvenns konar. Annarsvegar er óljós þrauta- tilfinning í kviðnum, hingaÖ og þangað, en þó oftast bundin við h. fossa iliaca, og oft í sambandi við máltiðir. Hinsvegar eru krampa- kendir, mjög sárir verkir, sem einnig standa í sambandi við mat- inn. Ýmist koma þeir þá strax á eftir máltiðinni, eða jafnvel á með- an á henni stendur, en þó oft ekki fyr en einni til tveim klst. á eftir henni. Þeir standa oftast stutt, — eina til nokkrar minútur, — og þeim fylgir oft löngun til að hafa hægðir; léttir þá sjúklingunum að jafnaði strax, ef þeim tekst að losna við hægðirnar. Verkirnir eru oftast bundnir við h. fossa iliaca, en geta þó verið dreifðir um all- an kviðinn, verið í kringum nafl- ann, eða undir bringspölum. Algeng einkenni eru einnig upp- þemba, lystarleysi, velgja og upp- köst. Jafnframt þessum meira stað- bundnu einkennum koma fram al- menn einkenni. Megrun er algeng, og stundum megrast sjúkl. mjög mikið (alt að io kg. á mánuði í verstu tilfellum) ; en í sumurn aft- ur á móti, megrast þeir tiltölulega lítið. Einnig kemur oftast fram töluvert mikið blóðleysi og mátt- leysiskend. Hitahækkun er algeng, og oft er hiti allhár. Skiftast þá oft á kaflar með hita og hitalausir. Eftir því sem þarmurinn þreng- ist, koma fram stöðugt greinilegri ileus-einkenni, og er þá ekki óal- gengt að sjá þarmhreyfingar á kviðnum. Annars er furða, hversu tæmingin getur gengið greiðlega, þótt þarmurinn sé orðinn mjög þröngur. 1 einu tilfelli var þarm- lumen ekki víðara en sem svarar blýantsdigurð og þó hafði röntgen- grauturinn tæmst út að mestu eftir sex tíma. Ileus-einkenni eru ekki tilfærð nema í eitthvað hluta þeirra tilfella, sem birt hafa verið. Eitt af þeim einkennum, sem er einna sérkennilegast fyrir ileitis terminalis chronica, eru fistlarnir, og er þá sérstaklega átt við fistla, sem opnast út; hinir gefa oft eng- in einkenni. Áður hefir því verið lýst, hvernig fistlar myndast, ef opnað er fyrir abscess og hann tæmdur út. En það er einnig al- gengt, að fistlar myndist í göml- um appendectomi-örum, og er þá oft liðinn langur tími, — jafnvel ár, — frá því að botnlanginn var tekinn. Þótt algengast sé, að innri fistlar gefi lítil sem engin einkenni, þá er það þó engan veginn altaf svo og þá því aðeins, að fistil- myndunin verði milli tveggja þarma. Myndist aftur á móti fist- ill inni í vesicula, seminalis eða vagina, en slik tilfelli hafa verið birt, hlýtur það að valda mjög mikl- um óþægindum. Fistilmyndun kem- ur fyrir i um það bil yí af hin- um birtu tilfellum. Diagnosis. Af því, sem sagt hef- ir verið, sjáum við, að mjög erfitt eða jafnvel ógerlegt er að þekkja með vissu ileitis terminalis simplex. Öll einkenni eru svo lík appendi- citis-einkennum, að nærri er ómögu- legt að greina þessa sjúkdóma að, og eru því þessir sjúklingar oft skornir upp, sem um appendicitis- sjúklinga væri að ræða. Öðru máli er að gegna um ileitis term. chr. Þar koma fram svo mörg sérkennileg einkenni, sem gefa i skyn hvers kyns er, og þá sérstak- lega eftir að fistlar hafa opnast út, að mjög nærri lætur, að diagnosis geti orðið nokkuð viss. Til þess að gera hana enn öruggari má svo framkvæma ýmsar rannsóknir. — Sökkið gefur fremur litlar upplýs- ingar, en þó er það hækkað í

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.