Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 10
20 LÆKNABLAÐIÐ skýringar viðvíkjandi uppruna þessa sjúkdóms og þá sér í lagi ileitis terminalis chronica. Má þar nefna dysenterie, þarma-orma og fleira, en ekkert af þessu heíir hlot- ið neina verulega viðurkenningu, hvað þá heldur að tekist hafi að sanna, að það sé upphaf og undir- staða sjúkdómsnis. Að sérstakt næmi komi til greina þykir mega ráða af því, að tiltölulega margir af sjúklingunum eru gyðingar. Einnig er möguleikinn á „fibroplastiskri diathese“ fyrir hendi. Pathogencsis. Hvað snertir patho- genesis má þetta helst tilfæra. Við ileitis terminalis simplex er bólg- an oftast einungis neðst í ileum. Oft tekur hún ekki yfir meira en 5 til 10 cm. langan garnastúf, stundum þó alt að 50—60 cm. Bólgan er oftast mest allra neðst við valvula ileocoecalis og svo smádregur úr henni, eftir því sem ofar dregur; þó geta takmörkin milli heilhrigðs og sjúks vefs verið nokkuð skörp. Hinn sjúki þarmur er rauður, bólg- inn og oft stinnur, stundum einn- ig með fibrin skánum. Stundum er hægt að finna Peyer’s plaques við að þreifa á þörmunum; einnig eru tilheyrandi eitlar (í ileocoecalhorn- inu) oft mjög stækkaðir. Sé bólgan enn meiri, getur mynd- ast ígerð og drep í þarmaveggnum, ileitis terminalis phlegmonosa. — Er þá mjög mikil hætta á perfor- ation út í kviðarholið, með öllum þeim geigvænlegu afleiðingum, sem af því leiðir. Við ileitis terminalis chronica eru breytingarnar alt öðruvisi, og er þá sjúkd. oft mjög hægfara og tekur langan tínm, mánuði eða jafnvel ár, að búa um sig. Ber þá einna mest á bandvefsaukningu í þarmveggn- um, en annars má greina 4 aðal- sérkenni, sem sé: Slímhúðarsár, þyknun þarmaveggjarins með þrengslum, aljscessmyndanir og fistla. 1 slimhúð þarmsins koma fyrir stærri og smærri sár og liggja þau ýmist þar, sem mesenteríið festist á þarminn, eða þá að þau eru bundin við Peyer’s plaques. I öðru lagi er mikil bólga i subnm- cosa. Ber þar mjög mikið á bólgu- frumum og jafnframt bandvefs- aukningu. Af þessu hvor tveggja leiðir, að þarmveggurinn þyknar geysilega og getur hann orðið marg- falt þykkari en hann á að sér að vera. — Histologiskt er þetta góð- kynja, óspecifik chronisk bólga með hnattfrumum, plasmafrumum o. s. frv. og einnig geta komið þar fyr- ir risafrumur. Getur þá stundum farið svo, að erfitt verði að greina þessa bólgu frá berklabólgu. Aldrei myndast þó eiginlegir berklahnútar með ostmyndun. Við ræktun og innsprautingu á marsvín niá og greina bólgurnar að, því að aldrei finnast berklabakteríur við ileitis terminalis. Ekki eru breytingarnar jafnmiklar alstaðar á hinu sýkta svæði, og eru þær oftast mestar næst valvula ileo-coecalis, en fara svo minkandi eftir því sent ofar dregur. Samfara hinni miklu hólgu í þarmveggnum kemur og fram mikil þyknun og ödent í samsvar- andi mesenterium og eitlastækkun í tilsvarandi eitlum. Hin mikla bandvefsaukning og þyknun þarin- veggjarins leiðir af sér, að þarm- urinn Jtrengist, það myndast stric- tura. Getur kveðið svo ramt að þessu með tímanum, að það valdi hindrun á tæmingu mjógirnisins og eru dæmi til þess, að þarmurinn hafi svo að segja alveg lokast. Að lokum eru svo fistlarnir, og þeir eru ef til vill það sérkennilegasta við þessa bólgu. Má skifta þeim í innri fistla og fistla, sem opnast út. Innri fistlarnir myndast langoftast á milli ileum og coecum, en einnig

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.