Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 14
24 LÆKNAB LAÐ IÐ ur tuberculosis ileocoecalis. Komið geta fyrir tilfelli, þar sem hin klin- iska mynd með fyrirferðaraukn- ingu, abscessum, þrengslum og fistlum er mjög svipuð í báðum þessum sjúkdómum. Röntgenskoð- unin er þá heldur ekki fær um að skera úr um hvorn sjúkdóminn er að ræða, þar sem myndirnar eru svipaðar af báðum. Histologisk diagnosis verður þá að skera úr og gerir það oftast, án þess að nokkur vafi geti á leikið. Stöku sinnum geta þó komið fyrir til- felli, þar sem mjög erfitt er, jafn- vel histologiskt, að ákveða, um hvorn sjúkdóminn er að ræða; þetta er þó mjög sjaldgæft. Þegar við íhugum, að svona erfitt getur verið að greina þessa sjúkdóma að, getum við gert okkur í hugarlund, að margur sjúklingurinn með ileitis terminalis chronica, hafi verið tal- inn berklasjúklingur, með ileo-coe- cal-tuberculosis, áður fyr. Crohn heldur því fram, að hverfandi lít- ið sé af tuberculosis ileocoecalis í samanburði við ileitis terminalis chronica. Strömbeck telur og þetta fullvíst, ef teknir eru allir ileitar, bæði acutir og chroniskir. Ef ein- ungis er talinn ileitis terminalis chronica, tilfærir hann 5 ára tíma- bil á Seraphimer-sjúkrahúsinu í Svíþjóð, þar sem skornir voru upp 3 sjúklingar með ileitis terminalis chronica og 4 með tuberculosis ileo- coecalis. Aktinomycosis kemur einnig til greina við differential-diagnosis, sérstaklega gagnvart ileitis termin- alis chronica, með abscess og fistil- myndunum. Hér verður að reyna að finna hina sérkennilegu aktino- mykes-sveppi í greftrinum. Rönt- genskoðunin getur ekki skorið hér úr til fullnustu. Þó má geta þess, að þar sem breytingarnar við ile- itis terminalis chronica eru oftast mestar neðst í ileum, eru þær við aktinomycosis aftur á móti mest á- berandi í coecum. Illkynja æxh í ileum eru svo sjaldgæf, að lítið tillit þarf að taka til þeirra, enda ill-mögulegt að greina þau kliniskt frá ileitis ter- minalis chronica. Prognosis. Flestir telja, að ileitis terminalis simplex sé góðkynja sjúkdómur, sem batni oftast af sjálfu sér. Bólgan eyðist og leys- ist upp og skilur ekki eftir í þarm- inum neinar varanlegar breytingar. Strömbeck álítur, að hann sé mjög algengur og brýnir fyrir mönnum mjög eindregið, að láta aldrei hjá líða, að athuga vel neðsta hluta il- eum við appendectomi, þar sem lít- ið eða ekkert er á appendix að sjá. Mjög oft, sérstaklega hjá börnum og unglingum, gefur að lita stækk- aða eitla í mesenterium við slík tækifæri. Strömbeck birti árið 1932 40 tilfelli af lymfadenitis mesen- terii af sennilega ekki berkla-upp- runa. Af þeim áttu með vissu 22 tilfelli rót sína að rekja til ileitis terminalis simplex. — Höfundur fylgdist svo með þessum sjúkling- um, að meðaltali í 4 ár, og fann ekki eitt einasta tilfelli, sem breyst hafði í hina chronisku bólgu með örvefsmyndun og þrengslum. Sömu sögu hafa aðrir höfundar að segja, þeir hafa séð acut tilfelli, sem al- veg hafa batnað, án þess að úr yrði lleitis terminalis chronica. Á hinn bóginn kemur þeim nokkurn veginn saman um, að þótt gangur- inn sé oftast sá, að ileitis termi- nalis simplex batni alveg, komi þó alltaf við og við fyrir tilfelli, sem breytist í hið chroniska form. Þessu til sönnunar má nefna það, að mjög er það algengt, að sjúk- lingar með ileitis terminalis chroni- ca hafi verið skornið upp áður og gerð á þeim appendectomia. Litlar

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.