Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.02.1940, Blaðsíða 19
LÆKNAB LAÐ IÐ 29 bringusýsla a'ö undanskildu Garða- prestakalli, en ekki fékk hann veitingu fyrir héraöinu fyrr en 27. maí 1885; þó hafði fyrirrennari hans, Þórður Guðmundsson verið leystur frá þessu embætti 10. jan. 1884. Er Þ. Th. hafði fengið Kefla- víkurhéraðið gerðist hann brátt umsvifamikill bæði í embættis- störfum, því héraðið var marg- ment og velmegun góð, og jafn- framt í héraðsstjórn og framfara- málum héraðsins. — Hann var á- hugamaður mikill, og vann sér mikið álit, bæði sem læknir og fé- lagsmaður. Gegndi hann flestum trúnaðarstörfum og var að lokum kosinn á þing sem fulltrúi héraðs- ins. Hann sat á þingi 1895—1901 sem 1. þm. Gullbringu- og Kjós- arsýslu og sem 2. þm. 1902. 1897 lagði stjórnin fyrir þingið frv. til laga um skipun læknahér- aða o. fl. Var það samþykt, en fékst ekki staðfest og lagði stjórn- in það að nýju fyrir þingið 1899. Gekk þá frumvarpið fram og var staðfest sem lög 13. okt. 1899 og komu þau í gildi 1. jan. 1900. Þá urðu læknahéruðin 42, en auka- læknar engir og voru kjör lækn- anna sitórum bætt. Þar sem Þ. Th. sat á báðum þessum þingum og var áhrifamaður, á þingi senr annarsstaðar, má með réttu þakka honum heppilega lausn þessara mála. Árið 1904 sagði hann lausu Keflavíkurhéraði og fluttist til Reykjavíkur og tók við gjald- kerastörfuni við íslandsbanka, en hann hafði verið einn af helstu stuðningsmönnum við stofnun hans. Gegndi hann þvi starfi til ársins 1909. Gaf Þ. Th. sig eftir það einvörðungu að læknisstörf- um, fyrst á Akureyri, en síðan hér í Reykjavík til dauðadags. Þ. Thoroddsen var á yngri ár- um einn af bestu læknum lands- ins og þar á ofan héraðshöfðingi, svo voru þeir og læknarnir Ásgeir Blöndal og Davíð Thorsteinson. Hann fylgdist tiltölulega vel með í læknafræðum og keypti nýjar lækningabækur fram á elliár. Ársskýrslur hans frá héraðs- læknisárunum bera af flestum öðr- um og sýna meðal annars, að bók- færsla hans hefir verið í besta lagi, þrátt fyrir alt annríki. Ým- islegt kemur þar fyrir, sem ber vott um vísindalegan áhuga. Með- al annars veitti hann eftirtekt far- aldri af myalyia (pleuritis) epi- demica, sem var þá óþektur sjúk- dkómur og ágæta ritgerð, „Um in- fluensu fyr og nú“, skrifaði hann í Læknablaðið 1919. Má það eftir- tektarvert heita, að hann mun hafa verið eini læknirinn í Reykja- vik, sem gaf sér tíma til þess að hafa bókfærslu í góðu lagi yfir sjúkl. í Spönsku veikinni. Það var heldur ekki nein tilviljun að Þ. Th. var lengst af fundarstjóri á aðalfundum Læknafél. íslands. Hann var besti fundarstjórinn, sem læknar áttu, annar en Guð- mundur Björnson landlæknir, skýr og tillögugóður í öllum málum. Það er ekki ólíklegt, að Þ. Th. standi fyrir mörgum ungu lækn- unum, sem nokkurskonar „Gyð- ingurinn gangandi"; menn mættu honum allstaðar gangandi, á leið- inni til sjúklinga, þótt allir aðrir „bíluðu“. En ef þeir hefðu tekið hann tali og minst á einhverja sjúkdóma hefðu þeir sjaldan kom- ið að tómum kofanum. Ef þeir hefðu minst á einhver landsmál, hefðu þeir hitt fróðan mann og óvenju glöggskygnan. Ef þeir heföu svo að lokum minst á eitt- hvert vandræðamál og injuriam temporum, þá er sennilegt, að

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.