Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 7 ingu á þverboganum. Dugi það ekki, verður að rétta' tána með skurði. Þetta er hin svokallaða articulæra mynd, sem menn vita ekki hvernig á stendur. Við paralytisku myndina eru svo að segja allar tærnar kreftar, og stendur slíkt oft í sambandi við hol- fót. Er þá talið, að mm. interossei séu að einhverju leyti insufficient ásamt með contractur i flexorum tánna. Þessi sjúkdómur getur kom- ið eftir poyomyelitis anterior acuta og í sambandi við dystrofia mus- culorum, eins við holfót, sem stend- ur i sambandi við spina bifida oc- culta, eða af öðrum óþektum á- stæðum. Aðalaðgerðin liggur í því, að reyna að rétta holfótinn, og eru við það ýmsar aðferðir. Við eymsli um os naviculare hjá börnum á aldrinum 5—7 ára, — sumir nefna aldurinn 3—10 ára — ber manni að hafa í huga Köhlers sjúkdóm, Mb. Köhler I. Þessi sjúk- dómur er svo að segja altaf aðeins á öðrum fæti. Það eru eymsli við þuklun, og sjúkl. haltrar svolítið. Á röntgenmynd sést dálítið mink- aður beinkjarni og þéttur skuggi. — Sjúkdómurinn er talirin góð- kynja og hverfur af sjálfu sér. Hann getur varað alt að ári. Hafi sjúkl. mikil óþægindi. má draga úr þeim með því að ráðleggja innlegg, sem styðja að lengdarhvelfingu'fót- arins. Annar sjúkdómur, sem tengdur er við nafnið Köhler og kallast Mb. Köhler II, lýsir sér með verkjum og óþægindum um capit. oss. metat. II. og III. Sérstaklega koma óþæg- indin við áreynslu (gang). Við þuklun finst, að húðin er þykkri yf- ir þessum capitula. Úr ])essu sker röntgenmynd, er sýnir liðhöfuðið flatara en eðlilegt er. Ætla menn, að hér sé að ræða um aseptiska necrosu i epifysia s])ongiosa, og minnir myndin á Cal- ve-Perthes sjúkdóm. Stundum sjást exostosur á liðbrúnunum, og má nema þær burtu. Annars er lækn- ingin innlegg fyrir framhluta fót- arins, þar eð þverboginn er siginn. Þessi sjúkd. er talinn algengur á stálpuðum stúlkubörnum. Sjúkdómur, sem getur orsakað verki í fótum, er os tibialis externa. Lýsir hann sér á þann hátt, að sjúkl. hefir verki og eymsli í ilinni innanvert. Astæðan er þá sú, að aukabein liggur aftan til og innan- vert við tuberositas ossis navicular- is. U])])lýsingar um þetta gefur Rtg., og er þá ekki annað fyrir en taka þetta bein. Hverfa þá verkirnir. Mb. Haglundi er sjúkdómur, sem er alltíður og lýsir sér með verkj- um við gang og eymslum á hæl- beininu. Umhverfis hásinina allra neðst er fyrirferðaraukning og eymsli. Eymslin eru allra mest um epifysulínuna. Húð er e.t.v. dálítið rauÖ. Á Rtg. sjást breytingar í cal- caneusepifysiunni aftast, og kjarn- inn virðist eins og flosnaður. Sjúk- dómurinn er barnasjúkdómur, sem kemur á aldrinum frá 6 ára og það upp í 14—15 ára, er algengastur á drengjum. Sjúkd. er all-óþægileg- ur vegna þess, að þessir unglingar eiga bágt með gang og verður að hlifa þeim l)æði við leikfimi og störfum, er mikið labb þarf við. Sjúkd. er talinn góðkynja og hverf- ur þegar sjúkl. hefir nokkurnveg- inn náð fullum vexti. — Það bætir liðanina, að láta sjúkl. nota frek- ar háa hæla, en innlegg hafa enga þýðingu. — Þegar kvartað er um verki í hælnum, ber manni altaf að hafa tbc. calcanei i huga, en þá sjúkdómsmynd fer ég ekki út í hér. Aðrir sjúkdómar, sem geta valdið verkjum í hælnum og þá sérstaklega í hælbeininu, er hælspori (calcan-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.