Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 24
14 LÆKNABLÁÐIt) huðinni. Wheeler rá'Öleggur sog meÖ Biersglösum og rafmagnsdælu, og ekki meira en svo, að það valdi ekki verulegum sársauka. Sogið er daglega í 5 mínútur. Brjóstasogglas má nota, en sárara er það en jafnt sog með dælu. (Lancet 30/11 '40). G. H. Tannsjúkd. á Lewiseyju. Fyrir mörgum árum gat ég þess í Lbl., að tönnur liarna væru ó- venjugóðar á Island of Lewis. Var það einkum þakkað matarhæfinu: lifruðum þorskhausum (hausarnir fyltir með jafnmiklu af haframjöli og þorskalifur). Nú hefir farið fram gagnger rannsókn á tönnum barna á skólaaldri og 1330 börn ver- ið rannsökuð, flest í skólum í Stor- noway. Það kom þá í Ijós, að. enn voru tannskemdir miklu fátíðari en i næstu héruðunum á Skotlandi og langmistar i sveitum á Lewiseyju. J>ar voru 28% barna alveg laus við c. d. og í einni sveit 50%, en að- eins 2% í Stornoway. (1,9% í Lon- don). Tennurnar bötnuðu, eftir því sem fjær dró borg og þorpum. Ekki þykist Dr. King, sem rann- sóknina gerði, geta fullyrt neitt um orsakir þess, hve tannsjúkd. eru til- tölulega litlir á eyjunni, en telur þó að sveitabörnin fái meira af A og D bætiefnum og söltum en bæja- börnin, og muni það eiga nokkurn þátt í því, hve tannskemdir eru litl- ar í sveitum. (Lancet 6/6 40). G. 1-1. Vertu viðbúinn! Þó allir vonum við að sleppa við loftárásir, þá vofir óneitanlega sú liætta yfir, að einn góðan veðurdag rigni sprengjum yfir kaupstaði vora, hús hrynji, heilir líæjarhlutar brenni (Hana nú! Þegar ég er að skrifa þetta, er gefið ,loftárásannerki í Reykjavík og skotið af loftvarna- byssum), og fjöldi slasaðra manna sé færður læknunum, sumir með sárum, aðrir með bruna og enn aðr- ir brotnir og allavega bramlaðir. Hér í Reykjavík eru læknarnir nógu margir, en eru þeir þá undir þetta búnir? Mér sýnist það viðbúið, að spítalalæknarnir geti ekki komist yf- ir alt það, sem gera þarf. Hjá ó- friðarþjóðunum kemur, að sjálí- sögðu, út fjöldi bóka um aðgerðir og lækningar á ófriðartímum, og gott væri að geta hagnýft sér þær. Eg sé t. d. að The Lancet gefur út ,,VVar Primers", og er eitt þess- ara kvera: Ogilvic: Wound Infec- tion (2/6). Þá er Doughjas W. Jolly: Field Surgery in total War (10/6) sögð góð bók. Væri það ekki nauðsynlegt, að heilbrigðisstjórnin eða Læknafél. Reykjavíkur athugaði, að hve miklu leyti læknar eru við öllu búnir? Það er of seint að gera það þeg- ar sprengjum rignir niður. Loft- varnaenfndin mun hafa útvegað nokkurt húsnæði. G. II. Ráð við kvefi. Besta ráðið er að fara strax í rúmið og liggja 1—2 daga. Áríð- andi er að fætur og höndur séu heitar, því Hill hefir sýnt, að slíin- húð nefsins þrútnar, ef höndur og fætur eru kaldar. Gamla ráðið: ,,bed, lilankets and brandy“ er eng- an veginn fráleitt í byrjun kvefs. þó nota megi líka heitan drykk og aspirin í stað áfengis. Herbergið á að vera hlýtt og loftgott. Sumir telja gott að geisla nefið ineð stutt- bylgjum. Diehl gafst vel að gefa 16 milligr. af codeini og ])apaverini, jafnt af hvöru að morgni og síðari hluta dags og 50 mgr. að kvöldi. Menthol og ephedrinlyf, sem ýrt er eða dreift inn í nefið, bæta nef- þrotann í bili. (Lancet 21/12 '40). G. H. Bruni. Eitt af mörgu, sem krefjast má

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.