Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 18
8 LÆKNABLAÐIÐ eusspori). Þessi kvilli, ]). e. sporinn, vex mjög hægt og er algengastur á eklra fólki. Hann getur þó hæglega komiÖ á öllum aldri. Menn telja, að sporinn smá-aukist og vaxi fram eftir i lig. plantare. En að hann geri fyrst vart vi(5 sig, þegar l)ólga er komin i beinhimnuna. Bólgan er stundum í sjálfum sporanum, en oftast er beinhimnubólgan viÖ hasis sporans neðst og aftast. — Á þess- um stað eru eymsli við þuklun og sjúkl. kvartar um verki í hælnum við gang. Á röntgen sést takka- myndun i fascia plantaris, og um leið er neðsti og aftasti flötur á calcaneus ójafn og loðinn. Með skeifulaga flókainnleggi, þar sem gerð er hola eða gat fyrir hinn auma stað, hefir tekist að draga úr óþægindunum. Verkir og óþæg- indi geta verið í hælnum, án þess að um hælspora sé að ræða. Bursitis neðan á hælbeinum getur gefið svipuð einkenni. Hafi maður grun um slíkan sjúkdóm, einkum hjá ungu fólki, her að rannsaka fyr- ir lekanda, þvi að slíkur bursitis er sagt að geti verið af gonorrhoisk- um rótum. Annar kvilli, sem er tíð- ur hjá kvenfólki, er bursitis calca- nei. Virðist þessi kvilli vera óeðli- leg hækkun á efsta hluta processus posterior calcanei. Er skókappinn kemur þarna við, verður óeðlileg erting, og er þetta talinn aðalástæða sjúkd. Það nægir venjulega, að ráð- leggja sjúkl. að ganga með skó, sem hafi svo háan hælkappa, að hann nái upp fyrir hjnn auma blett. 16. sjúkdómurinn í þessari upp- talningu minni er pes excavatus, holur fótur, sem er morfologiskt skoðað, andstæður flötum fæti. Þessi sjúkd. hefir aukist allverulega seinustu áratugina. Þannig nefnir yfirl. Bentzon, að frá árunum 1922 —26 hafði hann 19 sjúkl., en frá árunum 1927-—31 hafði hann 124 sjúkl. með holfót, og flestir sjúk- lingarnir voru fullorðið kvenfólk. Yfirlæknirinn tekur það fram, að í þessu framtali séu ekki taldir hol- fætur á börnum vegna t. d. spina bifida occulta eða vegna sérstakra taugasjúkdóma, svo sem progress- ivrar vöðvadystrofi. Né heldur hol- fótur. sem er afleiðing mænuveiki (poliomyelitis anterior acuta). Hann álítur, að þessi mikla aukning í Danmörku, sé vegna hælaháu skónna, sem notaðir eru nú daglega. Við háu hælana minkar átak tri- ceps, en um leið eykst kraftur hinna djúpu flexora, sem þannig hjálpa til að hækka lengdarhvelfingu fót- arins. Eins og menn vita, er við holan fót, óeðlilega aukin lengdar- hvelfingin og um leið sést dálítil varusaflögun. Framhluti fótarins er breiðari en eðlilegt er og tærnar eru óeðlilega kreptar, eru í kló- stöðu. Við gang notar sjúkl. fótinn þannig, að hann gengur á ytri jark- anum, hælnum, ytri brún og ilþóf- anum undir framanverðum fætin- um, aðallega um táberg stórutáar- innar. Eg hefi áður minst á orsökina til þessa sjúkd. og læt það nægja, en þó má bæta því við, að oft geta menn ekki fundið neina ástæðu til ])ess að skýra þetta sjúkdómsfyrir- brigði. Óþægindi við holfót eru: 1) Það er erfitt að fá skó, sem eru við hæfi fótarins, vegna þess að ristin er of há. 2) Tilhneiging til þess að halda fætinum í varusstöðu. 3) Oft er sársauki undir tábergi stórutáarinnar, húðin er ]>ykk og aum. 4) Oft eru hamartær, verkir og eymsli í tánum. sem gerir sjúkl. erfitt fyrir að nota venjulega skó, gangurinn verður erfiður fyrir sjúklinginn.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.