Læknablaðið - 01.01.1941, Blaðsíða 22
12
LÆKNABLAÐIÐ
myndaöist ætíð dök|<, allhörö gólf-
skán.-seni þykknaði eftir því sem
lengur leið, og varð þá stundum
að moka henni út. Mörgu var
fleygt á gölfið, þar á meðal kjöt-
og fiskbeinum. Það sem hundarnir
átu ekki. var oftast sópaö burtu
meö vendi. Þó eru þess dæmi, að
þorskhausal)ein hafi orðið aö
þykkri gólfskán. Þaö var ekki öllu
fyr en um miöja 19. öld. sem fjala-
gólf urðu algeng í sveitum, en ó-
víöa voru þau þvegin, nema þá á
stórhátíðum. Stundum voru þau
mokuð eins og stiginn í skólaliús-
inu á Bessastöðum. Viöa voru
skepnur hafðar í fremsta stafgólfi
baðstofunnar á vetrum eða kýr
undir palli. — Eftir 1850 var við-
ast farið að sópa daglega og þvo
fjalagólf einu sinni í viku ef ekki
oftar.
En var þá ekki sveitafólk er-
lendis miklu betur á vegi statt á
þessum tímum ? Það var það víð-
ast hvar, en munurinn var þó ekki
eins mikill og ætla mætti. Þannig
voru skepnur hafðar í íbúðarstofu
á vetrum sumstaðar i Svíþjóð,
fram til 1870—80, og gólfið var
ekki þvegið nema einu sinni i viku
en áður var sópað daglega og gólf
þvegið mánaðarlega, eða jafnvel
aðeins þrisvar á ári. Húsgögn voru
aðallega fastir bekkir og langborð.
(Hyg. rev. 1936). G. H.
Lungnabólgulyfin nýju.
Árið 1939 dóu 56% færri úr
lungnabólgu í Englandi, en að
meðaltall á árunum 1933—37. Eft-
irtektarvert er það, að dánartala
barna og fólks yfir 65 ára lækk-
aði ekki verulega. (Lancet 10. ág.
’4o). G. H.
Iíynbætur.
Þjóðverjar hafa manna mest
talað um kynbætur á mönnum og
sýnt trú sina í verkinu. Englend-
ingar og Ameríkumenn hafa líka
ritað mikið um og rannsakað þessi
efni, og nýl. hélt próf. Crew (Ed-
inburgh) mikinn fyrirlelstur um
mannrækt. — Taldi hann það
hneyksli, að kynbætur á dýrum
væru reknar af miklu kappi, en
ekkert skeytt um sjálfa mennina,
þó ekki væri þar þörfin minni.
Það er því nokkur ástæða að
spyrja, hvort læknar vorir veiti
því þá athygli sem vert er, hvort
arfgengir kvillar, vanskapnaðir
eða aðrar veilur komi fyrir á
sjúklingum þeirra. Hvað er svo
gert til þess að útrýma slíkum
ættarfylgjum ? G. H.
Fluorescens smásjár.
Alltaf batna smásjárnar og eitt
af því nýjasta eru fluorescens smá-
sjár, er hafa verið notaðar við vir-
us-rannsóknir. Virus er litað með
tliioflavin S eöa öðrum íluorescer-
andi litum og lýst með ofbláum
geislum. Með þessum hætti er unnt
að sjá virus eða huldusýkla, að
minnsta kosti suma. Levaditi hef-
ir tekist að rannsaka t. d. bólusótt-
arsóttnæmið og segir hann að Gu-
arnieriskornih séu hópar (coloni-
ae) af huldusýklunum. (Lancet 20.
júní ’4o). G. H.
Skýrslufræði fyrir lækna
(Medical Statistics) er því mið-
ur ekki kennd í Háskólanum og
þó er nauðsynlegt fyrir lækna að
vita nokur deili á henni. Stutt bók
um þetta efni er Bradford Hill:
Medical Statistics. Verð 6 shill. —
G. H.
Dauðhreinsun umbúða
er nú auðveldari en áður var,
því hreinsunartæki hafa batnað
stórum. Þó er sagt, að hita- og
gufuþrýstingsmælum sé varlega
treystandi og að eftir sem áður