Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 11
LÆ K NA B LAÐ I Ð 21 esia á lærum hjá konum viS bólg- ur í adnexa og þannig mætti lengi telja. Af því, sem ég hef skýrt frá, sést, a8 margar orsakir geta legið til verkja í lærutn. Ischias er svo algengur sjúkdómur, að ég hygg, að allir muni eftir sjúkdómum í pel- vis eða columna, þegar um hann er að ræða og leiti að causa vera, ef unnt væri að finna hana þar. Eg hefi því alveg sleppt að drepa hér á ischias, en margt af því, sem ég hef sagt, hefur einnig gildi þar. Orsök þess, aS ég hef tekiö verki í lærinu framanverðu sérstaklega, er sú, aö ég held aö óhætt sé aö fullyröa, aö okkur sé almennt eigi jafn hugstætt, hvar leita beri or- sakar. eins og þegar um ischias er að ræða. Einkum virðist mér ástæða til að benda, á, hversu oft samband virð- ist vera á milli appendix, sem gró- inn er fastur retrocoecalt, og verkja niðri í læri. Eins og að líkindum lætur, hefi ég eigi séð marga sjúklinga, sem jtjáðst hafa af kirurgiskum sjúk- dómum í pelvis og verkjum í læri, en ég get þó skýrt frá tveim sjúk- lingum, sem hafa leitað mín. Fyrri sjúklingurinn var 37 ára karlmaður. Hann hafði um nokk- urra ára skeið þjáðst af verkjum á utanverðu hægra læri í köflurn. Einkum komu sárir verkir við miklar stööur, en einnig viö göng- ur og áreynslu á fætur. Er tímar liðu, veitti sj úklingur- inn því athygli, að dofinn blettur var á hægra læri utanverðu fyrir neðan trochanter major. Svæðið var um lófastórt og þar voru oft mikl- ar paræsthesiae. Við og við hafði hann legiÖ einn og einn dag, vegna óþæginda í kvið, sem voru þó mjög óljós. Enginn hiti fylgdi þessum köstum, en flök- urleiki talsverður. Eg sá sjúkling- inn i einu slíku kasti og þótti það grunsamlegt um appendicitis sub- acuta. Skurðlæknir, sem leit á sjúkling- in fyrir mig, var á þeirri skoöun, að um appendicitis væri að ræða, og skönnnu síöar var gerö append - ektomia. Aðgerðin var gerð í staðdeyf- ingu, og þegar inn var komið, lá appendix retrocoecalt og var gró- inn þar fastur. Var allerfitt að ná honum og losa samvextina.og varö því að gefa sjúklingnum létta æther- svæfingu. Eftir aðgerðina kom nokkur hiti, enda þótt eigi væru einkenni um bráöa bólgu i append- ix, og hélzt sá hiti alllengi, og var taliÖ, að hann stafaði frá pul- mones, jafnvel grunur um smáem- bolia. En eftir þetta hurfu allar paræsthesiae úr lærinu, en dofinn hlettur var framvegis fyrir neðan trochanter major. Þaö, sem mér viröist athyglis- vert við þetta tilfelli, er einkum, aö aöalóþægindin voru niöri i læri, verkir og paræsthesiae, án þess, að nokkurn tima fyndust rakin ein- kenni um hotnlangabólgu, nema síð- ast, skömmu áður en aÖgerð fór fram. Þaö er sennilegast, aö samvextir hafi þrengt að nervus cut. fem. lateralis inni í pelvis, þar sem appendix var gróinn fastur, enda voru óþægindin í lærinu mest undir þeim kringumstæðum, er stríkkaöi á vöövunum, t d. stöður. Bæöi iliacus og psoas hjálpa til að halda líkamanum uppréttum við stöður, og sé hólga eða samvextir milli fascia iliaca og vöðvans er augljóst, að það getur valdið verkj- um í lærtaugum við áreynslu. Vorið 1939 skoöaöi ég konu, 39 ára, sem var kvalin af verkjum framan til í hægra læri ofan til. Hún kvaðst hafa verið skorin upp

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.