Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 12
22 LÆKNABLAÐIÐ 1934, og læknir hennar hefur sagt mér, a'Ö það hafi veriÖ vegna sal- pingitis dextra. Tveim árum eftir a'Öger'Öina kveðst hún hafa vaknað einn morgun með miklar ■ þrautir í hægra læri ofan- og framanverðu og var talið, að hún hefði tognað í rúminu. Hún lá þá lengi rúmföst vegna þrauta i fætinum og gat ekk- ert á hann reynt, er hún komst á fætur, sökum þrauta. Ef hún gekk nokkuð, hálfdró hún fótinn. Hún þoldi illa að beygja hann í mjöðm vegna sárauka, og átti mjög erfitt meö aö ganga upp stiga. Við skoðun kom i ljós minnkuö tilfinning framan á læri, ef hún var stungin með nál, en hinsvegar hyperæsthesia fyrir létta snertingu. Líkti hún því við brunatilfinningu. Vöðvarýrnun var ekki mælanleg á lærinu svo öruggt væri. Þessi kona var búin að reyna mjög niargt í lækningaskyni, en hatnaði ekkert. Ég ráðlagði lækni hennar að reyna að dæla physio- logisku saltvatni sem næst nervus femoralis í lacuna musculorum, og gerði hann það. En þá brá svo við, að konan varð miklu verri, fékk að sögn aukna verki og hita fyrst i stað og lá lengi á eftir. Þótti henni, sem vonlegt var, lítið til um þessa ráðleggingu. Hún var mjög taugaveikluð að öðru leyti, þjáð- ist af grátköstum og „taugatitringi" og lá mestan hluta sumarS 1939 á spítala. Síðan hefir henni smáfarið fram, og nú í haust, er hún sótti um örorkulífeyri, var hún farin að fást viö ýmis létt störf með hvíld- um, aðallega handavinnu, og þraut- irnar í lærinu virSast nú vera aö minnka. Hjá þessari konu fundust greini- leg einkenni uni neuralgia n. fem- oralis dex. Þau hafa verið mjög þrálát. 1 anamnesis er salpingitis hægra megin, og aðgerð framkvæmd jiess vegna tveim árum áður en neuralgia kom i ljós. 1 þessu til- felli / verður ekkert um það sagt, hvort samband kunni að vera þarna á milli, og engar öruggar upplýs- ingar liggja fyrir um appendix. Sjálf segir konan.og hefur þaö eft- ir lækninum, er gerði aðgerðina, að appendix hafi verið tekinn líka og verið ,,grúinn við hrygginn“, eins og hún orðaði' það, en journal er ekki til, og læknirinn man þetta ekki. Þriðja tilfellið, sem ég ætla að skýra frá, er 43 ára karlmaður, sem slasaðist við Sogsvirkjunina 7. júní 1937, með þeim hætti, að verkpall- ur hrundi með sjúklinginn, ásamt eimreiS og brautarvögnum, og lenti sjúklingurinn í klemmu, er niSur kom. Læknir, er skoðaði hann nokkrum tímum siöar, fann mar á báðum mjöðmum og eymsli og stirðleika við hreyfingar, en ekki brot, og kom það eigi heldur fram við myndatöku. Hálfurn öðrum mánuði síðar var byrjaS á fysiotherapia, og kvartaöi sjúklingurinn þá um verki í hægri mjöðm með dofa í læri framan- og utanverðu. Rannsókn leiddi þá í ljós strenglaga herzli frá crista nið- ur að trochanter major hægra meg- in, og var þaS sárt viSkomu% Eng- in einkenni um brot né hreyfingar- hindranir í mjaðmarliðnum. Sjúklingnum gekk illa að batna. Eg skoðaði hann oft vegna slysa- tryggingarinnar. Ari eftir slysið voru kvartanir hans þessar: Þreytu- verkir í hægra læri, frá crista nið- ur á mitt læri. Sömuleiðis verkur i hægri mjaðmarlið, og lagði þann verk upp í bak og yfir lendarnar. Þessi sársauki orsakaði þróttleysi við göngur og áreynslu. Ef hann sneri sér snöggt við í rúminu, kvaðst hann fá sáran, skerandi sting í mjöðmina og fannst honum þá eitt-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.