Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 25 valdiö mikilli blæöingu, er veldur veiklun á likamanum og því hraö- ari vexti æxlisins. Þvílík tilfelli eru þó hrein undantekning, og sér- lega nákvæmrar athugunar er þá jafnan þörf. 2)Hið sama á við um rheumat- isk og rheumatoid óþægindi, sem einkum eru algeng hjá verka- mönnum, sem komnir eru af létt- asta skeiði, en afstöönu slysi er mjög oft kennt um slíkt. Oft er það þá tilgreint sem orsök, aö mennirnir hafi ofreynt sig. Viö skoðunina finnst þá oft lumbago, ischias, pes planus og þ.h., sem þróazt hefur smám saman, án þess aö samband sé á milli sjúkdóms- ins og nokkurs slyss. í öllum ó- ljósum tilfellum er ráðlegt aö láta taka röntgenmynd, einkum af hryggnum. Oft kemur þá í ljós osteoarthritis chron. eða arthrosis og er þá jafnframt auöiö aö úti- loka traumatiskar breytingar á hrygg. En einnig hiö gagnstæða getur átt sér stað. Á síöustu árum hefur hvaö eftir annaö veriö lýst tilfellum, þar sem verkamenn kvörtuðu um sára verki í hnakka eftir óvenju þungt erfiði, einkum viö vegagerðir. Bæði læknir og sjúklingur töldu, að verkirnir væru rheumatisk- ir, unz röntgenrannsókn leiddi í Ijós, að um var aö ræöa brot á þvertindum col. cervicalis vegna öflugs vöðvaátaks. Hér er því um aö ræða óvæntar afleiðingar slysa, sem raunar er einungis hægt aö finna meö röntgenrannsókn. Hiö sama gildir einnig um beinflisar, er slitnað geta frá á sama hátt annars staöar í líkamanum og eigi er sjaldgæft að á sér stað. Sé þessu ekki gaumur gefinn, geta þær valdið langvinnum þrautum. Telja verður arthrit. chron., er koma í kjölfar beinbrota, sem eru nærri liðamótum eöa vegna lang- beinbrot, sem óbeinar afleiðingar varandi fixatio liðamóta við slysa. Auövelt er aö greina þá frá arthrit. chron. af öðrum uppruna á því, aö þeir koma aðeins í liöum nærri beinbrotinu, en aðrir liöir eru heilbrigöir. 3) Slys og lungnasjúkdómar. Eigi má gera ráö fyrir, aö slys valdi lungnaberklum hjá manni, sem hraust.ur er fyrir. Alvarleg lemstrun á brjósti meö vefja- skemmdum getur hins vegar vald- ið broncho-pneumonia. Þetta styðst við öruggar athuganir, og einnig styðst það við tilraunir. í slikum tilfellum var undirbúnings- tíminn nokkrir tímar til nokkrir dagar. Komi lungnaberklar hins vegar í ljós nokkru eftir meiðsli á brjósti, þá er jafnan um að ræða versnun á sjúkdómi, er A'ar fyrir, án þess að vitað væri. Blóðhósti getur t. d. valdið því hjá berkla- sjúklingi, að sýklar berist og sáist út um lungnasvæði, sem áður voru ósýkt. En sjaldgæf eru slík tilfelli. Eigi hefur borið á því, að berklar kæmu tíðar í ljós eftir skotsár á lungum en vænta hefði mátt al- mennt um svo algengan sjúkdóm. Vega verður og meta allar að- stæður með hinni mestu nákvæmni áður en viðurkennt sé orsakasam- band milli lungnaberkla og slysa. 4) Slys og hjartasjúkdómar. Viðurkennt er, að ofsalegur á- verki á brjósthol getur valdið rifn- un á hjartaloku, sem áður var heilbrigð, sökum hinnar skyndi- legu hækkunar á þrýstingi. Bæði dýratilraunir og nákvæmlega rannsökuð tilfelli styðja þessa skoðun. Til þess, að þetta verði viðurkeamt í sérstöku tilfelli er þvi nauðsynlegt að saman fari mikill áverki á brjóst og mikil ein- kenni frá hjarta þegar í stað. Erf-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.