Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 3i Úr erlendum læknaritum. Fólkið stækkar. Nýlega hafa koniið út skýrslur um hæS og þyngd skólabarna í Luridúnum 1938, en áöur höfðu komið út skýrslur um árin 1905—12. Á þess- urn 25—30 árum höfðu börnin hækkað um 4—5% og þyngst um 10—15%. (Lancet % ’40-) í mörgum löndum hefir fólkið sífelt stækkað um langan tíma. Enginn veit af hverju þetta kem- ur, og þaðan af síöur hve lengi það heldur áfram, en furðuleg er þessi breyting á mannskepnunum. Okkur væri í raun og veru skylt að vita með vissu hvernig þessu er háttað hér á landi. Þetta ætti að vera auðvelt með barnaskóla- börnin, að minsta kosti hér í Reykjavík, en erfiðara er meö fullorðna fólkið. Ef til vill stendur það næst Háskólanum, að greiða fyrir þessu máli. G. H. Deilur um brauðið. Það hefir heyrst hér, að hvítt hveitibrauð sé óhollur niatur,, en brauð úr „heil- hveiti“ standi því miklu framar. Það er því ekki ófróðlegt að sjá hvern dóm The Lancet leggur á þetta í ritstjórnargrein ~7A ’4°- Það segir svo: Hið svo nefnda heilhveiti (wtholemeal) er aldrei malað úr öllu hveitikorninu, sjaldnast meiru en 85%. Því fylgja þeir gallar að hveitibjöllur (weevils) sækja i það og að því hættir til að þrána vegna olíunnar i hveitikíminu. Það geym- ist yfirleitt miklu ver en fínt hveitimjöl. Hvorugt er fullnægj- andi fæða. Til þess skortir bæði fitu, A, C og D l>ætiefni og einn- ig kalk. Heilhveitilrrauðið hefir þó meira af járni, B bætiefni og nokkru meira af hvítu og kalki, en eigi að síður nægilega mikið. Hvorttveggja mjölið verður að bæta með mjólk, osti eða öðrum hentugum fæðutegundum. G. H. Lúsalyf. í Málmey er Quassia- s]úritus notaður til að lækna lús á skólabörnum. 150 grm. af smátt- skornum quassiaberki eru látin liggja i 1 lítra af spirit. concentr. með 3 grm. af chloroformi saman við, i 14 daga. Síðan er síað. — Hárið er gegnbleytt i leginum og honum núið vel inn í hörundið með bómull eða bursta og klút er siðan vafið um höfuðið. Eftir 5 mínútur er lúsin og nitin stein- daVið og hárið er kembt með stál- kamlji. Til tryggingar er hárið ekki þvegið í 10 daga. Gustav Jörgensen, borgarlæknir í Kbh., hefir tekið þessa aðferð upp í barnaskólum borgarinnar og mælir eindregið með henni. Hér myndi líklega alt stranda á spiri- tus okrinu. Um 2% skólabarna í Höfn hafa veriö lúsug (um 3% í Rvík), en eftir að fariö var að nota Quassia- spiritus og gefa heimilum lúsugra l>arna lyfið til heimanotkunar, hef- ir lúsugum skólabörnum fækkað niöur í 0,4%. (Lancet '40.) G. H. Lýsi og hiti. Þegar hreinsa skal lúsug föt, er áríðandi að vita hve mikinn hita lús og nit þolir. Prof. Buxton telur að nit drepist á 5 mínútum i 530 hita. Lýs þola nokkru nrinna. — Eftir því ætti það að vera nóg, að brjóta fötin saman i bala, hella á þau sjóðandi vatni og láta þau liggja nokkra stund í því. (Lancet 2% '40.) — G. H.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.