Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 16

Læknablaðið - 01.03.1941, Blaðsíða 16
26 LÆKNAB LAÐIÐ iöara er matiö, sé um að ræða hjarta, sem sjúkt er orðið áður. Hjartavöðvi, sem er orðinn úr sér genginn og hrörnaður, getur t. d. rifnað við minni áverka eða aðrar alvarlegar afleiðingar geta hlotist af. Merkilegt tilfelli þessarar teg- undar fékk ég til umsagnar fyrir nokkrum árum : 45 ára maður hjólaði að vanda til vinnu sinnar einn morgun. Á leiðinni datt hann af reiðhjólinu og fékk þá mikinn áverka á hök- una. Hann var látinn í sjúkrabil og hafði þá rænu, en dó i bílnum á leiðinni í sjúkrahúsið. Við krufn- ingu fannst örveíur í hjartavöðv- anum, og virtist það geta skýrt skyndidauða mannsins. Hann hafði oft leitað læknis vegna einkenna frá hjarta, en hafði altaf getað hjólað til vinnu sinnar og heim, og mælti þetta þó ekki á móti því, að hann hefði dáið úr hjartabilun. Samt sem áð- ur álít ég, að maðurinn hefði lát- izt af slysi og af þessum ástæðum : Hann feilur af reiðhjólinu að því er virtist af því að hann svim- ar, a. m. k. ekki af skyndilegri hjartabilun. því að maðurinn kvartar ekki um ándarteppu, hjartakveisu eða því um likt eftir að hann dettur. En áverkinn, sem hann fékk á hökuna, hefur á reið- anlega orsakað niikið lost (shock) líkt og verður af hökuhöggi i hnefaleik. Það lost hefur lijartað, sem var veikt fyrir, ekki þolað. Dómarinn leit eins á málið og ég og ekkjunni voru greiddar slysa- bætur. Á síðustu tímum hefur reynzla fengizt fyrir þvi, sérstaklega í flugárásum, að jafnvel minnstu á- verkar geta orðið lífshættulegir, ef þeim fylgir lost og lömun æða- tauga. Komist sjúklingurinn yfir lostið, er ekki hætta á, að varan- legt mein hljótist af. A. m. k. er ekki hægt að álíta að „funktionelÞ truflanir, vasomotoriskar og aðr- ar, sem síðar kunna að koma fram, séu orsakaðar af slysinu. Síðar munum vér þó athuga þetta atriði nánar. Það, sem áður var sagt um hjartasjúkdóma, á enn frekar viö um æðasjúkdóma og þá sérstak- lega arteriosclerosis. Til þess, að hægt sé að meta áverka eða slys á sjúklingi með æðasjúkdóm slysbótaskylt, verður að heimta, að sannað sé að sjúkdómurinn hafi versnað við áverka, t. d. að aneurysma hafi sprung.ið. Finnist aftur á móti t. d. arteriosclerosis nokkru eftir slys, þá er sjálfsagt aðeins um tilviljun að ræða. Á- verkar ít höfuðið geta þó stundum valdið þvi, að heilaarteriosclerosis versni. Það er að sjálfsögðu ekki auðvelt að dæma um afleiðingar á- verka í hverju tilfelli og það verð- ur að gerast með mikilli varúð. 4) Slys og sjúkdómar í lífærum í kviðarholi. Það gegnir sama máli um magasár og sagt var um maga- krabba. Mar á kvið getur orsakað magablæðingu og perforatio, án þess að kviðvegginn saki. Maga- sár getur ekki orsakast af slysi. Maga og þörmum er yfirleitt minni hætta búin af slysum en öðrum líffærum í kviðarholi, svo sem lifur, milti og nýrum. Afleið- ingar slysa á þessi líffæri geta komið fram jafnvel mörgum ár- um eftir slysið. Sykursýki og nýrnabólgu er þó ekki hægt að telja afleiðingar slysa. Þó er til glycosuria eftir áverka á höfuð, en sú glycosuria hverfur mjög fljótlega. Meiðsli á brisinu, sem orsaka sykursýki, munu vera mjög sjaldgæf, nýrnameiðsli sam-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.