Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 13

Læknablaðið - 01.06.1941, Blaðsíða 13
LÆ K NAB LAÐIÐ 55 illt verra. Slagæ'ðatonus er mjög aukin við shock og er því engin skynsamleg ástæða til þess að reyna lyf með adrenalinverkunum. Læknum verður þó oft fyrir aö reyna stimulantia, jafnvel þó að trúna vanti á verkanir þeirra. Af lyfjum, sem helst er gripið til þannig, má nefna: coffein, penta- zol, nicaethamid, sympatol, stryohnin o. f 1., en fróðir menn telja meira en vafasamt aö nokk- urt þessara lyfja komi að verulegu haldi. Oft virðast læknar einkenni- lega lengi að velta fyrir sér fysio- logiskum staðreyndum, áður en þeir reyna að nota sér þær í starfi sínu. Fyrir 20 árum sýndi próf. Krogh fram á, að súrefnisskortur væri hið mesta skaðræði fyrir hár- æðarnar, lamaði þær og gerði um leið óþéttar. Eg held að lyflækn- ar hafi orðið á undan handlækn- um í því að nota súrefni til þess aö fyrirbyggja eða lækna shock, t. d. við coronarthrombosis og ýmsar einbranir. Að vsíu er eg ó- kunnugur liandlæknabókmennt- um, en þetta atriði hefi eg athug- að nokkuð víða og að engu séð súrefnisnotkunar getið við sára- shock, fyr en í litlum ])ésa, sem Brittish Committee on wound shock and lílood transfusion sendi frá sér síðastliðið haust. Þar seg- ir meðal annars: „Administration of oxygen in high concentration tends to relief tissue anoxia and may bring about considerable improvement in case of shock.“ Sjálfsagt er að gefa súrefni án taf- ar. ef vottur er um cyanosis, en ástæðulaust finst mér að bíða eft- ir því einkenni, því að súrefnis- skorts gætir miklu fyr. Við shock er líka oft byrjandi lungnaödem og mettast þá blóðið mjög treg- lega af súrefni, einkum þegar öndun er grunn. Hep])ilegt er aö láta sjúklingana anda að sér öðru hvoru súrefni, sem er blandað nokkru af kolsýru (carbogen). Öndunartæki það, sem enska nefndin mælir með, er kent viö Boothby, Lovelace og Bulbulian og má með því ýmist gefa hreint súrefni eða ákveðna blöndu af súrefni og andrúmslofti. Notast má við einfaldari útbúnað, t. d. glaðlcAftssvæfingatæki. Vejijulega þarfnast sjúklingurinn 4—6 lítra súrefnis á mínútu og þarf að tengja loftmæli við súrefnishylk- ið. Halda skal áfram að gefa súr- efni, án þess að hlé verði á, þang- að til öruggur bati er fenginn. Vegna acidosis virðist eðlilegt og sjálfsagt, að gefa nokkuð af natr. bicarb. eða natr. lact. og er heppilegt að blanda efnum þess- um saman við salt eða sykurupp- lausnir þær, sem síðar eru nefnd- ar. Mest er þó um vert að fylla hið hálftóma æðakerfi, auka blóð- þrýsting og bæta með því næringu vefjanna. Reyndir hafa verið ýms- ir vökvar og verður jafnan að gefa þá in venis, eða intramuscu- lert, ef skjót verkun á að fást, enda er jafnvel resorptio á saltvatni hæpin frá subcutis eða intestina, meðan shockástandið varir. Þetta hefir helst verið reynt: 1. Sol. natr. clor. physiolog. eða Ringer-Lockes vökvi, og eru þá ósjaldan gerðar á þeim smá- breytingar. Algengast er að bæta í þá bicarb. natr., sleppa kalium o. s. frv. 2. Sol. natr. clor. 5% eða enn sterkari. 3. Drúfusykurupplausn 5-10% 4. Drúfusykurupplausn 40-50% 5. 6% gurnrni arab. i sol. natr. clor. physiolog. 6. Plasma eða serum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.