Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.06.1941, Qupperneq 18

Læknablaðið - 01.06.1941, Qupperneq 18
6o LÆ K NA B LAÐ1Ð þarmas^úkdóinum, svo sem eins og bló'Ssótt (Dysenteri) þarf aö gera varnarráöstafanir gegn. Ráö- stafanir til ])ess aö foröast þessa sjúkdóma eru margskonar. Geng- iö er úr skugga um, aö allir þeir, sem starfa viö meöhöndlun mat- væla, séu lausir viö alla þesskpn- ar smitun. Matvælin sjálf eru skoöuö til þess aö ganga úr skugga um aö þau séu ekki saurg- uö. Öll vatnsból eru skoöuö af heilsufræðingi (Hygiene Officer), og ef þau eru ekki alveg örugg (eins og vatnsleiöslur í bæjum) er alt drykkjarvatn ætíö „klóraö“ (chlorinated), með því að blanda það klórkalksdufti (chloride of lime) til gerilsneyðingar. Þannig má segja, aö allra hráefna sé tryggilega gætt og matreiðsla og matvælageymsla undir nákvæmu eftirliti. " Almenns heilbrigöis og heil- brigöisreglna er samvizkusamlega gætt til þess að foröast þann möguleika, aö smit breiöist út meö saur. Salerni eru ætiö gerð flugna- lield og eru þau hreinsuð með sótt- hreinsunarefni (Cresol) og tæmd daglega. Þau eru ætiö sett nokkuð frá herbúðunum. sérstaklega fjarri eldhúsinu, og undan vindi, þar sem ákveðin vindátt er aö staðaldri. — Matvælaskemmur eru flugna- og rottuheldar. Allar þessar ráðstaf- anir, þegar saman koma, hafa bor- iö þann árangur, aö smitandi þarmasjúkdómar eru orðnir mjög sjaldgæfir. Enn er eftir sá flokkur næmra sjúkdóma, sem berast meö beinni snertingu manna á milli, svo sem smitandi húðsjúkdómar, kláði og lýs. Varnir gegn þessum sjúkdójnum eru aöallega fólgnar í ströngum aga. Hermönnunum er bannaö aö fá að láni rakhnífa, raksápu, hand- klæöi og þess háttar, og þess er gætt með eftirliti, aö hver maður hafi sín eigin tæki. Þess er kraf- ist, að hver maöur taki baö einu sinni í viku og einnig aö hann hafi vikulega fataskifti. Læknir (Medi- cal Officer) skoöar iöulega alla menn i hverfi hverju og eru þeir þá teknir til meðferðar, sem sýkt- ir reynast og hafa ekki áður leitaö Iæknis. Jafnframt því, aö sjúkling- ur er tekinn til rækilegrar með- feröar, eru föt hans sótthreinsuö meö heitu lofti eöa gufu, til þess að koma í veg fyrir endursmitun. Þá er það einn flokkur sjúk- dóma, sem herlæknirinn (Military Hygienist) lætur sig miklu skifta. en þaö eru kynsjúkdómarnir. Er það og ofur skiljanlegt, þar sem við er að eiga heil byggðarlög af hraustum ungum mönnum. fjarri umhverfi heimkynna sinna.í öllum hverfum (units) eru. með vissu millibili, hlaldnir fyrirlestrar um hættu á kynsjúkdómasmitun og þaö kennt, að skírlífi sé eina vörn- in. sem er alveg trygg! Ef einhver óttast aö hann hafi oröið fyrir smitun, þá er hann hvattur til aö undirgangast lækn- ismeðferö til vonar og vara, og hver, sem leynir á sér kynsjúk- dómi, gerist brotlegur gegn her- aganum, og er honum refsaö. Sýktir menn fá viöeigandi lækn- ingu og engum er refsað þó hann fái kynsjúkdóm, svo framarlega sem hann ekki leynir því. Þaö er talið áríðandi aö gefa mönnutn möguleika til hressingar og sjá þeirn fyrir þægindum í hressingarskálum, veitingastofum o. s. frv., til þess að foröa þeim frá aö sækja verri staði. Menn eru hvattir til erfiðisvinnu og til þess að iðka iþróttir, er krefjast mik- illar orkueyöslu. Er talin mikil hjálp í slíku í þessu sambandi.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.