Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.08.1943, Page 14

Læknablaðið - 01.08.1943, Page 14
24 LÆKNABLAÐIÐ vel geti fariö um hann og tök eru á eða að festa liðina neðan völu- (arthrodesis sub talo). Óþægindin sem sjúkl. hefir á þessu stigi stafa eins og fyrr er sagt aöallega frá fótarliöunum og þá sérstaklega þeim, sem hverfingin (supinatio — pronatio) fer fram i, en það eru neðri og fremri völuliðurinn (artt. talocalcanea og talo-navi- cul.) og liðurinn milli tenings og hælbeins. í þessum liðum er enn dálítil hreyfing, nóg til þess að valda ■ sársauka og batnar líðanin ef þeir eru festir. Þessi aögerð er líka oft notuð við ilsigi, sem or- sakast hefir af slysum á fæti, sér- staklega eftir hælbeinsbrot og raunar af mörgum við sum ný hælbrot, en ekki skal hún frekar gerð að umtalsefni hér. Við önnur slys og infectionir fer meðferðin eftir því hvernig slysunum eða sjúkleikanum er háttað og ber fyrst og fremst að keppa að því, að ekki nái að koma ilsigið og vera óragur að gefa fæt- inum þá hvíld, sem ilstoðir mega veita, unz hann hefir fengið full- an styrk. En nái ilsigið að mynd- ast er meðferðin eins og áður er lýst. Sé um lamanir að ræða, eru þær langoftast afleiðing mænu- veiki, má stundum hjálpa með flutningi á vöðvum, en dugi það ekki og komi ekki ilstoðir eða skófatnaður að fullu gagni, verð- ur einatt að grípa til aðgerða á beinum fótarins eins og fy.rr er sagt, ellegar að sjúkl. verður að ganga með varanlegar umbúðir. Meðfætt ilsig er stundum á háu stigi. Verður þá að rétta fótinn og er • það oftast auðvelt, ef það er gert á börnunum ungum, en hitt er venjulega erfiðajra að halda honum í réttum skorðum. Þarf til þess langvarandi gibsumbúðir og er sjúkl: Iátinn ganga í þeim ef hann er svo stálpaður. Þegar gibsumbúðum sleppir, verður sjúkl. að hafa leðurumbúðir um nætur og ganga í valgusskóm og þarf enda stundum að hafa á þeim spangir, sem ná upp undir hné. Diagnosis liggur í augum uppi, ef um greinilegan pes plano valgus 'er að ræða, en sé aðeins um in- sufficiens að ræða, getur fleira komið til greina og raunar allt, sem orsakað getur verki i fótum og mjóbaki. Um verki í fótum hefir Kristján Hannesson skrifað i Læknablaðið 27. árg. 1. tbl., en greining verkja i mjóbaki liggur fyrir utan ramma þessarar grein- ar. Þó er einn krankleiki, sem eg vildi rétt minna á, en það er end- angitis obliterans (Búrger). Lík- lega er harin sjaldgæfur hér, a. m. k. hefi eg lítið orðið hans var, en það er nokkuð algengt að þess- ir sjúkl. séu sendir orthopaedisk- um deildum vegna ilsigs, meðan sjúkdómur er á byrjunarstigi. En iþví riiinni ég á hann, að þýðingar- laust er að ætla að hjálpa þessum sjúkl. með ilstoðum og eins vegna hins, að helzt er von um að geta haldið í við sjúkdóminn, ef menn gera sér nógu snemma ljóst hvað um er að ræða, en hinsvegar er þessi sjúkdómur svo dapurlegur, þegar hann er kominn á hátt stig, að allt er reynandi til þess að halda honum i skefjum. (Líffæraheitin eru tekin eftir bók Guðmundar próf. Hannes- sonar: íslenzk líffæraheiti.)

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.