Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 11
LÆKN ARLAÐIÐ »5 kom það í ljós við eftirskoðunina. að árangurinn af einfalclri tarsec- tomy, sem gerð var í þvi skyni að rétta fótskekkju af völdum lömun- ar eða til þess að rétta equino- varus-skekkju, var mun lakari en árangurinn af hinum skurðaðgerð- unum. Aðalástæða þessa virtist sú að með einfaldri tarsectomv hafði ekki verið hægt að rétta fótskekkj- una algerlega, og auk þess hafði fóturinn i mörgum tilfellum skekkzt aftur eftir aðgerðina. Bæklun. sem snertir eingöngu mið- hluta fótarins, er venjulega hægt að rétta með fleygmyndaðri mið- hlutun ristarbeina, en sé hællinn einnig skakkur og fastur í varus eða valgus, er sú aðgerð ekki nægi- leg til þess að rétta alla skékkjuna. Af þeim 33 fótum, sem tarsectomy var gerð á vegna poliomyelitidis sequelae, höfðu 8 skekkzt aftur eftir aðgerðina, og af 20 fótum. sem höfðu hlotið sömu meðferð vegna pes equino-varus congen.. höfðu 2 skekkzt aftur. Þessi recidiv tilhneiging fótskekkjunnar eftir tarsectomy er mjög eðlileg, þar sem liðhreyfing fótarins minnkar sjaldan að mun eftir þessa aðgerð og fóturinn hefir því jafnmikla möguleika og áður til þess að skekkjast, nema fullkomið vöðva- jafnvægi hafi náðzt með sinatil- færslum. Fleygmynduð miðhlutun ristarbeina er álitin heppileg ein- ungis i þeim tilfellum, þar sem fót- skekkjan snertir aðeins miðhluta fótarins og vafalaust þykir, að hægt sé samtímis að ná fullkomnu vöðvajafnvægi með sinatilfærsl- um. Þar sem það er hinsvegar rnjög sjaldgæft, að telja megi fullvíst fyrirfram, að hægt sé að ná slíku vöðvajafnvægi, er það talið ráðlegt í allflestum tilfellum að rétta fót- skekkjuna með því móti að gera fleygmyndaða resection á Cho- parts- og talocalcaneal-liðunum, þ. e. triarticulaer subtalusarthrodes — og gera þannig fótinn stöðugan á öruggan hátt samtímis því, að skekkjan er hafin. Við eftirskoðun á þeim sjúk- lingum, sem subtalusarthrodesis hafði verið gerð á vegna poliomve- litidis sequelae, kom ])að í ljós, að í 32% af tilfellunum var árangur- inn ekki svo góður, að hægt væri að vera ánægður meö hann. Á- stæður þess, að aðgerðin í þessum tilfellum hat’ði ekki borið fullan árangur, virtust aðallega vera þrenns konar: ófullkomin rétting á fótskekkjunni, þegar aðgerðin var framkvæmd, ófullnægjandi samvöxtur beinanna og los (laxi- tas) í öklaliðnum. Að undánteknum fimm, voru ö!l þau tilfelli, sem við eftirskoðunina sýndu góðan árangur anatomiskt. einnig fullgóð varðandi starfshæfn- ina.. í 15 tilfellum var starfshæfn- in hins vegar miður góð, vegna þess að fótskekkjan hafði ekki ver- iö rétt nægilega vel. Það er þvi. mjög mikilsvarðandi, að fótskekkj- an sé algerlega rétt við aðgerð- ina, og þess einkum gætt, að fót- urinn sé ekki sveigður í varus. Eí fótlagið og stilling fótarins eftir operationina er gallalaust, má ör- ugglega vænta góðs árangurs, svo framarlega sem indicationir fyrir aðgerðinni hafa verið réttar og sjúklingnum heilsazt eðlilega eft- ir á Alla venjulega bæklun á fæti af völdum poliomyelitislamana og einnig bægifótarskekkju er hægt að rétta á viðunandi hátt með fleyg- mynduðum resectionum á Chop- arts- og talocalcanealliðunum. Takist ekki að rétta fótskekkj- una, er ástæðan venjulega sú, að re- sectionin hefir ekki verið gerð nægilega fleygmynduð, þ. e. fleyg-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.