Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 22

Læknablaðið - 01.12.1943, Blaðsíða 22
LÆKNABLAÐIÐ 96 Geitur enn! Læknatélag íslands hefir gert fátt þarfara en að gang- ast fyrir útrýmingu geitna. Þaö er guösþakkaverk aö lækna geitna- fólkiö, og auk þess gafst okkur ineö því tækifæri til þess aö taka öörum frant, því aö engin þjóð hefir útrýmt geitum algjörlega. Þaö lá viö aö okkur tækist þetta á nokkrum árum, en þó vantaöi herzlumuninn. Síöustu Heilbrigöis- skýrslur (1940) geta um 2 sjúkl. í Reykjavík, 3 börn i Hesteyrar- héraöi (3—8 ára) og eina vinnu- konu (57 ára) í Siöuhéraöi, sem ekki fæst til aö leita sér lækninga. Þaö er bæöi ótrúlegt og óafsakan- legt aö geitnasjúklingar skuli vera hér i Reykjavík, þar sem öll tæki eru viö hendina til þess aö lækna sjúkdóminn. Hesteyrarbörnin ætti að senda tafarlaust til lækninga, og ekki trúi eg ööru en gamla stúlk- an í Síðuhéraði yröi fús til þess aö leita sér lækninga, ef héraðs- læknir talaði rækilega og vingjarn- lega viö hana, og skcjöaöi um leið alla heimilismenn. — Ef til vijl er nú búiö aö kipj)a þessu í lag. Eg vil minna á þaö, að geitur líkjast stundum flösu, ef höfuöið er vel hirt. Verður þá að nota smá- sjá. G. H. Munnöndun hefir ill áhrif á slímhúö nefsins. Hún þrútnar svo að nasir stíflast stundum alveg. Þaö er gamalt ráö aö binda kjálka- skjól niður fyrir neöri kjálkann, ef engin stýfla er í nösum aö degin- unt, og lyftist hann þá upp og tennur falla saman. Þetta er þó ekki allskostar viðkunnanlegt, þvi að venjulega er nokkurt bil milli tanna á sofandi manni, þótt var- ir falli saman. Ráðlagt er aö leggja tvær cellophanlimræmur (lang- setis 4 cm. langar) yfir þéttlokaöar varir innan munnvikanna og líma þannig varirnar saman. ( Lancet 17. júlí ’43)- G- H- Meðferð lungnabólgu í heima- húsum. Á námsárum mínum (G. H.) var það taliö varhugavert aö flytja lungnab.sjúkl. á sjúkrahús. Nokkrir læknar í Boston tóku þaö að sér, að vitja fátækra lungna- bólgusjúkl 1940—41. Þeir gáfu venjulega sulphathiazole munnleiö- is 4 grm í fyrsta skammti, en alls 37 grm fullorðnum ef Ib.sýklar fundust i upj)gangi. (53%), en aö- eins 23 grm alls ef þeir fundust ekki. Hiti féll venjulega á fjóröa degi frá sjúkd. byrjun, og aðeins 3,8% sjúkl. dóu. Þaö var talið vist, að árangurinn væri sízt lakari en á sjúkrahúsunum, þrátt fyrir það að hjúkrun hefði verið ábóta- vant. (Lancet 30. jan. '43). Blóðsótt (Sonne). Sulphapyri- din. O. Swayer hefir reynt sulpha- pyridin viö blóðsótt og gefizt þaö vel. Sýkla varð ekki vart eftir 5 daga, en annars héldust þeir i 3 vikur. Hægðir urðu eðlilegar eft- ir 9 daga í stað 20. (Lancet 17. júli ’43-) G- H. Skólabörn og C-vitamin. W. W. Payne hefir rannsakað hvort skóla- börn lifðu við C-vitaminskort. Börnunum var skipt í 2 flokka og fékk annar ríflegan skammt af C'- vitam., hinn ekki. Eftir 4 mánuði fannst enginn teljandi munur a flckkunum. (Lancet 26. júlí 43). G. H. Afgreiðsla og innheimta Læknablaðsins er í Félagsprentsmiðjunni h.f.. Reykjavik. Sími 1G40. Pósthólf 570. Félagsprentsmiðjan li.f.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.