Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.12.1943, Qupperneq 21

Læknablaðið - 01.12.1943, Qupperneq 21
LÆRNABLAÐlí) 95 sem oft er meö hydrocele og síðan er eistahýðið skoriö sundur lang- setis og skal skurðurinn vera 1.5 cm. langur. Það rýmkar þá um eistað og blóðrás þess batnar. Pungurinn er saumaður og lítil sárapípa (drain) iiigð í sárið. ( Lancet 13. febr. 43). The Safe period. Knaus og Og- ino telja, að egglos verði venju- lega 14 dögum áður en tíðir lryrja, að konuegg lifi aðeins nokkrar klukkust. ófrjóvgað, en frjóin ekki öllu lengur en 48 klst. Eftir þessu má fara nærri um the safe period, ef tíðir hafa verið tiltölulega reglu- legar. Rannsóknir Hamaus á 150 giftum konum komu vel heim við þetta, þótt útaf geti borið. (Lancet 24. apr. ’43). G. H. Barnadauði og matarhæfi. Astr- alía og Nýja Sjáland eru fræg fyr- ir það. hve fá börn deyja þar á fyrsta ári. Sumir þakka þetta því. að fæði sé þar óvenjulega gott. — Er þá hægt að segja það sama um ísland, Færeyjar og Noreg, sem standa nálega jafnfætis Ástralíu og Nýja Sjálandi? (Lancet 27. marz 43)- G. H. Impetigo contagiosa hefir gert talsvert vart við sig í enska hern- um og hafa herlæknar rannsakað þennan faraldur eftir föngum. I fleiðrunum á 95% fannst staphylo- coccus aureus en einnig strepto- coccar eí sjúkd. hafði varað dálítið. — Sagt er að sulphathiazoledeig (compound sulphathiazole paste) komi að góðu gagni. (Lancet 1. maí '43). G. H. Electro-encephalograph sýnist koma að góðu gagni erlendis. „Fyr- ir 10 árum var hann nýjung á rann- sóknastofum en nú er hann orðinn .„standard cinical equipment". Ef nokkur grunur er um lieilaæxli eða blæðingu o. fl. er öll hauskúpan rannsökuð með þessu áhaldi. Það tekur aðeins nokkrar mínútur og til þess þarf ekki einu sinni að særa hörundið." — Er ekki korninn tími til þess fyrir okkur að eignast þetta áhalcl ? (Readers Digest des. '43). G. H. Cellophan-umbúðir. D. B. Craig dauðhreinsar cellophanpjötlur í áútoclave og límir þær yfir skurði, sem líklegir eru að gróa brotalaust. Saumurinn sést gegnum þessar gegnsæju umbúðir (Lancet 10. júlí 43) G. H. Holdsveiki. Talið er að í Breta- veldi séu nú um 2 milljónir holds- veikra. Mestur hluti þeirra er í Austurlöndum. Áherzla er lögð á það að sjúkl. hafi tækifæri til þess að vinna eftir því sem heilsan leyf- ir. (II).) G. B. Sullaveiki í Wales. Sullaveiki er ekki fátíð í Wales. H. R. J. Wolfe telur að á árunum 1926—38 liaíi 90 sjúkl. verið lagðir á sjúkrahús. Af 34 sjúkl. í Cardiff dóu 16 og sjúkd. þekktist aðeins á helmingi þeirra, áður en til aðgerðar kom. .Minnst er á. að sjúkd. hafi þverrað á Islandi og i Astralíu, og hvatt til þess að hafa strangar gætur á að hundar nái ekki í sulli i sláturhús- um eða annarsstaðar. (Lancet 26. júlí 43). G. H. Lús og „permanent“. Englend- ingar hafa þá sögu að segja að lús hafi aukizt síðan konur fóru að skrýfa hár sitt, sérstaklega að nota „permanent“. Þetta mun satt vera, því svipað kom í ljós á 18. öld. (Lancet 10. júli '43). G. H.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.