Kraftur - 01.05.2010, Síða 9

Kraftur - 01.05.2010, Síða 9
9KRAFTUR Starfsmaður Krafts, Hulda Bjarnadóttir, sá um verkefnastjórn á pinnasölu Krabbameinsfélags Íslands í tengslum við árverknisátakið Karlar og krabbamein. Um var að ræða landssölu laugardaginn 6. mars og var Kraftur því í samstarfi við aðildarfélög KÍ á landsbyggðinni. Átakið var þríþætt en auk pinnasölunnar var um að ræða mottumars og landssöfnun í sjónvarpi. Karlmenn á Íslandi voru hvattir til þess að safna yfirvararskeggi í mánuðinum til að sýna samstöðu og safna jafnframt áheitum til styrktar baráttunni gegn krabbameini með því að skrá sig til þáttöku í yfirvararskeggkeppninni á vefsíðunni www. karlmennogkrabbamein.is Óhætt er að segja að átakið hafi vakið verðskuldaða athygli sem sjá mátti með óheftum skeggvexti á efri vör fjölda karlmanna á öllum aldri við við mismikla hrifningu hins kynsins. Skyndilega voru ótrúlegustu menn komnir með myndarlegt yfirvaraskegg og léku sér að því að snyrta það og móta á ýmsa vegu. En tilgangurinn var einnig að minna karlmenn á að vera vakandi fyrir einkennum algengustu krabbameina, þekkja líkama sinn og þreifa t.d. reglulega punginn í leit að einkennum eistnakrabbameins, líkt og konur eru hvattar til að þreifa brjóst sín vegna möguleika á brjóstakrabbameini. Á síðu átaksins fer fígúran Steinar sérstaklega yfir það hverju karlmenn þurfa að vera vakandi fyrir og þar má finna leiðbeiningar um hvernig á að skoða líkamann. Sérstakur bæklingur var gefinn út samhliða mottukeppninni til að fræða karlmenn um hvernig minnka má líkurnar á því að fá krabbamein en rannsóknir sýna að koma mætti í veg fyrir 1 af hverjum 5 krabbameinstilfellum ef karlmenn temdu sér heilbrigðan lífsstíl. Má þar nefna aukna hreyfingu, hollt mataræði og hóflega áfengisneyslu en forðast neyslu hvers kyns tóbaks, hættuleg áhrif sólarljóss og ljósabekkja. Mottumars lauk formlega með söfnunarþætti á Stöð 2 þann 26.mars, söfnunin gekk vonum framar en heildarupphæðin var rúmar 42 milljónir króna. KarlMenn og KrabbaMein Kveðja Okkur hjá Krafti langar að minnast fallins félaga, Rúnars Arnar Hafsteinssonar, sem lést 8. nóvember síðastliðinn eftir langa baráttu við beinkrabbamein. Rúnar Örn var virkur í Stuðningsneti Krafts og deildi þannig langri og erfiðri reynslu sinni með fólki sem á þurfti að halda og veitti þeim ómetanlega hjálp og styrk. Við þökkum það óeigingjarna starf sem Rúnar Örn vann í þágu Krafts og sendum hlýjar kveðjur til eiginkonu hans og dóttur, Unu Bjargar og Örnu Eirar. Minningin lifir. STUÐNINGSSÍMI KRAFTS ER 866-9618 Síminn er opinn allan sólarhringinn, alla daga ársins. Ekki hika við að hringja vanti þig að heyra í einhverjum sem hefur velt fyrir sér sömu hlutum og þú, upplifað sömu tilfinningar og óvissu, eða skilur að stundum þarftu bara að tala!

x

Kraftur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.