Kraftur - 01.05.2010, Page 13

Kraftur - 01.05.2010, Page 13
13KRAFTUR Á næstu vikum kemur út bæklingur sem Kraftsmeðlimurinn Edda Björk Pétursdóttir setti saman. Nicorette, Svansprent og NordicPhotos styrkja útgáfuna. Þar má finna ráðleggingar handa aðstandendum krabbameinsgreindra en hugmyndin kviknaði þegar Edda Björk gekk nýlega í gegnum krabbameinsmeðferð og langaði að koma ýmsum atriðum á framfæri við aðstandendur, byggðum á eigin reynslu. (Inngangur bæklingsins) „Í janúar árið 2009 greindist ég, aðeins 24 ára gömul, með illkynja krabbamein. Í kjölfarið fylgdi skurðaðgerð, þar sem æxlið var fjarlægt, sex þungar lyfjameðferðir sem kröfðust innlagnar á sjúkrahús í þrjá sólarhringa í senn og tuttugu geislameðferðir. Í veikindaferli mínu var ég svo lánsöm að eiga marga góða að, en veitti því athygli að sumir vissu ekki alveg hvernig þeir áttu að bera sig að. Markmið þessa bæklings er að vekja aðstandendur til umhugsunar um það hvernig hægt er að létta líf sjúklings á meðferðartímabilinu. Hafa ber í huga að atriðin hér að neðan, byggja ekki á rannsóknum heldur persónulegri reynslu minni af þessu flókna og erfiða ferli. Þau atriði sem ég nefni – gætu því ef til vill hjálpað einhverjum.“ Tvö ráð úr bæklingnum • „Það getur verið erfitt að hafa marga gesti í einu og fá heimsóknir án nokkurs fyrirvara.“ • „Góð nærvera skiptir höfuðmáli. Einfalt atriði eins og að halda í höndina á sjúklingi eða gefa honum faðmlag getur þýtt meira en þig grunar. Að sitja saman í hljóði getur oft verið meira virði en þúsund orð.“ Nú gefst Kraftsfélögum, ásamt vinum og vandamönnum, tækifæri til að styrkja Kraft með beinum fjárstuðningi um leið og þeir dæla bensíni á bílinn. Á dögunum var skrifað undir samstarfssamning við Atlantsolíu um að Kraftsfélagar fái 4 krónu afslátt á öllum sjálfsafgreiðslustöðvum Atlantsolíu þegar bensíni er dælt á bílinn með dælulykli, sérmerktum Krafti. Dælulykilinn má sækja um á heimasíðu Krafts, www.kraftur.org og fæst lykillinn sendur heim til viðkomandi. Ef Kraftsfélagi er nú þegar með dælulykil frá Atlantsolíu þá nægir að fara inn á heimasíðu þeirra og endurræsa lykilinn til að virkja Kraftsafsláttinn. Starfsmenn Atlantsolía hafa reynst Krafti vel og kunnum við þeim bestu þakkir fyrir stuðninginn. Síðari hluta árs 2009 hlupu starfsmenn félagins til styrktar Krafti í Reykjavíkurmaraþoninu og á dögunum afhenti Atlantsolía Krafti hluta af söluágóða nýrrar stöðvar sem opnuð var á dögunum í Breidd. Atlantsolía hyggst nú á næstunni draga út 4 heppna Kraftsfélaga sem hafa sótt um dælulykil og verðlauna þá með eldsneytisúttektum. Samstarfsaðilar Atlantsolía er í samstarfi við fyrirtæki sem veita dælulyklahöfum Atlantsolíu afslætti af rekstrarvörum. Þessi fyrirtæki versla m.a. með varahluti og rekstrarvörur fyrir bifreiðar. (sjá einnig á www.atlantsolia.is). Einungis þarf að sýna dælulykil til að njóta sérkjara. örfá ráð til aðStanDenDa KrabbaMeinSSjúKra ný fjáröflunarleið KraftS þú Dælir og StyrKir félagið þitt uM leið Reykjavík Kemi ehf 15% afsláttur aB Varahlutir ehf 12% afsláttur málningaVörur ehf 15% afsláttur aÞ-Þrif ehf 25% afsláttur gúmmíVinnslan ehf 15% afsláttur akuReyRi K2m ehf 15% afsláttur gúmmíVinnslan ehf 15% afsláttur

x

Kraftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.