Kraftur - 01.11.2010, Page 13

Kraftur - 01.11.2010, Page 13
13KRAFTUR eftir þetta, andlega var maður líka eins og margundin tuska, alveg gjörsamlega búin á því líkamlega og andlega.“ Þegar Arna byrjaði á leikskóla varð Sigrún oft veik þar sem hún fékk alla barnasjúkdómana á ný, marga smitsjúkdóma sem stúlkan kom með heim af leikskólanum. ,,Við reyndum að tefja það eins og hægt var a að setja hana á leikskóla, því lengur sem við biðum því betra því ég þurfti að reyna að vera eins hraust og kostur var. Eins og allir vita eru leikskólar mikil pestabæli. En það var líka erfitt að hafa hana heima þar sem hún var nýbyrjuð að labba og ég hafði ekkert þrek í hana. Þetta kom meðal annars niður á mömmu þar sem hún þurfti að minnka við sig vinnu.“ Þetta ár hefur farið í að safna kröftum að nýju. ,,Það er ekki fyrr en núna í haust að við mæðgur fluttum frá foreldrum mínum á ný en ég hef verið svo háð öðrum að ég hef ekki treyst mér til þess áður. Það hefur gengið mjög vel enda var ég farin að sjá alveg um hana sjálf.“ Sigrún hefur sótt sér endurhæfingu á Landspítalanum og hjá Ljósinu. ,,Ég fór strax aftur í skóla og lauk diplóma í afbrotafræði ég hef því beint orkunni í námið. Ég kláraði þó alla vega þessa gráðu en ég er líka metnaðargjörn í námi og er núna að skoða möguleika á mastersgráðu í afbrotafræði.“ miKilvægi jAFningjASTUðningS Sigrún er ein af þeim Kraftsfélögum sem mynda Stuðningsnetið og vill hún hvetja fólk, ekki síst aðstandendur, til að leita til þess því þar eru margir einstaklingar með fjölbreytta reynslu. Sjálf hefur hún reynslu af því að hljóta stuðning þótt hann hafi verið á óformlegri nótum en sá sem býðst í dag. ,,Ég fékk stuðning frá Hildi Björk (fyrrverandi formaður Krafts) sem kom heim til okkar og sýndi okkur myndir frá sinni Svíðþjóðarferð. Hún sagði hreint og beint hvernig þetta var allt saman og það hjálpaði rosalega mikið en auk þess hef ég alltaf getað talað við hana ef ég hef þurft á að halda. Stuðningur skiptir miklu máli því það er svo mikil óvissa, sérstaklega fyrir Svíþjóðarferðina þá var ómetanlegt að geta talað við einhvern sem skildi mann. Það er ekkert auðvelt að skilja einhvern sem er til dæmis ungur og veit ekki hvort hann verður lifandi í næsta mánuði. Það er ekki hægt að ætlast til þess að jafnaldrar manns skilji þetta, þetta eru svo sérstök spor að vera í.“ Ófrjósemi er ein þeirra afleiðinga sem fylgja meðferð við hvítblæði ,,Mig langar að eiga fleira börn en er ekki viss um að ég geti það. Ég hef ekkert á móti því að ættleiða en það er eins og manni sé ekki treystandi til að ættleiða ef maður hefur fengið krabbamein.“ Sigrún hefur tekið þátt í ungliðastarfinu sem Kraftur, SKB og Ljósið hafa hrundið af stað og líst mjög vel á það. ,, Þetta er mjög sniðugt starf, mun stærri hópur sem mætir en ég átti von á og ég hef trú á starfið muni blómstra.“ Hefur lífsviðhorf þitt eitthvað breyst eftir þessa lífsreynslu? ,,Maður er orðin raunsærri, lífið snertir mann frekar, þetta er ekkert gefið. Mér finnst líka skipta miklu máli mikilvægi líkamlegs heilbrigðis fyrir andlegt heilbrigði. Það samband virkar í báðar áttir. Það hefur mikil áhrif að vera svona máttvana og ósjálfbjarga. Að geta ekki séð um sjálfa sig eða barnið sitt, verða sífellt að biðja um hjálp eða þiggja aðstoð, en maður verður að gera það. Maður verður að kyngja stoltinu fólksins vegna, það flýtir fyrir batanum sem er gott fyrir alla. Maður borgar þá fyrir sig seinna þegar maður getur. “ Sigrún vill koma á framfæri þökkum til stórfjölskyldu sinnar fyrir hjálpina og þolinmæðina sem þau hafa veitt henni. Kærar þakkir fá einnig starfsfólk á deildum 11-G, 11-F og 11-B á Landspítalanum, starfsfólk Krabbameinfélags Íslands, Ljóssins og Krafts. ,,Þetta fólk trúði allt á mig, oftar en ekki meira en ég gerði sjálf og veitti mér öryggi og sjálfsstyrkingu í veikindunum sem og endurhæfingunni. Ég vil hvetja alla sem hafa greinst með krabbamein og aðstandendur til að leita til þessara deilda og stofnana því fólkið þar hefur metnað til að láta manni líða vel og mætir manni af skilning og hlýju.“ Það er ekki að sjá á Sigrúnu hversu stutt er síðan hún var mjög veik því heilbrigð er hún að sjá. Við þökkum henni kærlega fyrir að deila sögu sinni og óskum Sigrúnu velfarnaðar. séRstÖk sPoR Allt á réttri leið - mæðgurnar Sigrún og Arna í dag Ekki var alltaf auðvelt að sinna móðurhlutverkinu – á sjúkrahúsinu með maska vegna sýkingarhættu

x

Kraftur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Kraftur
https://timarit.is/publication/982

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.