Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.02.1947, Qupperneq 7

Læknablaðið - 01.02.1947, Qupperneq 7
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJÖRN SIGURÐSSON frá Veðramóti og JÓHANNES BJÖRNSSON. 32. árg. Reykjavík 1947 2. tbl. ~* ROTLÆMIMAR GEÐVEIKRA (Shock therapia) eftir ^JJriitján f^oroarÉaráon. Erindi flutt á Læknaþinginu 1946, lítið breytt. „Shock“-lækningin er í því fólgin, að framkallað er með- vitundarleysi. Til þess hefir verið notað insulin, cardiazol (eða efni, sem hafa lík áhrif) og' rafmagn. Um „shock“ í venjulegri merkingu þessa orðs, er ekki að ræða. Á ís- lenzku liafa læknisaðgerðir þessar verið nefndar lostlækn- ingar eða rotlækningar. Insúlin-lækningin íer i því fólgin, að gefið er insúlin í svo stórum skömmtum, að sjúk- lingarnir falli i dvala eða dá (coma), og eru þeir látnir liggja i þvi nokkurn tíma, % —1 klukkustund, en eru þá vaktir með sykurinngjöf. Sjúklingunum er gefið insúlín daglega (alla virka daga) og venjulega eru gefin 40—50 dá (coma). Cardiazol- og rafmagns- lækningarnar eru nefndar krampalækningar og er sam- eiginlegt með báðum þessum aðferðum, að framkallaður er krampi og meðvitundarleysi á sjúklingunum. Cardiazolinu er dælt inn í æð, í svo stórum skömmtum að sjúklingarnir fái krampa og fullkomið með vitundarleysi. Kramparni r líkjast krömpum flogaveikra. Rafmagnslækningin er í því fólgin, að rafmagnsstraumur er leiddur gegnum höfuð sjúklinganna, svo sterkur að fram koma krampar og með- vitundarleysi. Liðin eru nú 13 ár síðan in- súlín- og cardiazolshock með- ferðin var reynd á geðveikum. Austurrískur læknir að nafni Sakel hóf lækningatilraunir

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.