Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 7

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 7
LÆKNABLAÐIÐ G-EFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: BJARNI KONRÁÐSSON og JÚLÍUS SIGURJÓNSSON. 35. árg. Reykjavík 1950 2. tbl. Um meðfædda hjartasjiikdóma, nVjjar rannsóknaraðferðir og aðgerðir.1) •amuelóóon. Góðir kollegar! Ástæðan til þess að ég hefi tekið efni þetta til meðferðar hér í kvöld er sú, að eins og ykkur mun kunnugt, hefir skeð bylting 1 meðferð meðfæddra hjartasjúkdóma, þ. e., að farið er nú að gera skurðaðgerðir við sumum þeirra. Áður hafði greining þessara sjúkdóma að- allega fræðilegt gildi, en nú er nauðsynlegt að læknum sé ljóst, að eitthvað er hægt að gjöra fyrir margt af þessu fólki. Þótt við hérlendis höfum ekki tækifæri til að framkvæma þær nýtízku aðferðir, sem gjöra greininguna mjög örugga, má í mörgum tilfellum komast nærri henni með þeim rann- sóknaraðferðum sem fyrir hendi eru, og sé maður í vafa, eiga þeir sjúkl. engu að síður 1) Erindi flutt á fundi í Læknafé- laginu „Eir“ i marz 1949, kröfu á að komast á þær sér- deildir, sem risið hafa upp síð- ustu 2—3 árin í höfuðborgum nágrannalandanna (London, Kaupm.höfn, Stokkhólmi), en þær hafa á að skipa æfðum læknum í þessum efnum, sem vinna í nánu sambandi við hjartaskurðlækna. Hér á landi getur varla verið um sérlega marga þessháttar sjúkl. að ræða, en taka má þó tillit til þess, að sem stendur hafa sjúkl. þessir safnazt fyrir, en þegar þeir eru frá, mun hin árlega tala ekki verða há. — Ég kem síðar nánar að því at- riði. Þegar getið er um meðfædda hjartasjúkdóma, ber fyrst að minnast tveggja amerískra kvenlækna, þeirra Maude Ab- bott og Helene Taussig. Báðar hafa þær varið ævi sinni til rannsókna á meöfæddum hjai'tagöllum. Rannsóknir Aþ-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.