Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 21
LÆKNABLAÐIÐ 31 einstaka lifir í nokkur ár, enda finnast hér auk þessa oftast- nær aSrir hjartagallar. Hjá þeim, sem eldri verða, eru þrengslin á aorta rétt þar sem ductus arteriosus byrjar. Oft finnast hér aðrir hjartagallar. í sumum tilfellum er aorta lítil eða illa þroskuð (hypo- plastisk), en oftar er mikil víkkun „proximalt“ við þrengslastaðinn, og einnig get- ur fundizt víkkun „distalt“ við hann. Stenosis isthmi aortae, segir Warburg að finnist í Vz%c af krufningum, en miklu sjaldnar greind. Þessa sjúk- dóms ber sérstaklega að minn- ast við hypertension í ungu fólki. Þarf þá að mæla blóð- þrýsting bæði á handleggjum og fótum. Sökum áðurnefndra þrengsla í aorta, er blóðþrýst- ingur hærri á handleggjum en á fótum, t. d. eru æðaslög í arteria femoralis mjög veik, ef þau þá finnast. Aftur er mikil pulsatio í arteria-carotis og radialis. Við steth. cordis heyrist oftast nær kröftugt, gróft systolu-óhljóð við basis niður með sternum og oft me- dialt við vinstra herðablað á baki. Á Röntgenmynd af thorax sést það, sem er sérkennilegt við sjúkdóminn, sem sé, að neðri brún rifjanna, sérstak- lega 8.—11. er eins og nöguð sé, eða étið úr henni, en þessu valda hinar víkkuðu og pulser- andi rifjaslagæðar (Roesler’s syndrom). Á röntgenmynd af hjartanu, í anterior-posterior stöðu, þarf ekkert sérstakt að sjást, en sé röntgen-mynd tek- in í vinstri fremri skástöðu, sést hinn svokallaði „aorta gluggi“ miklu stærri, sem staf- ar af því, að aorta descendens er mjög fyrirferðarlítil. í sumum tilfellum vantar aortabogann eða hann er áberandi lítill. í Ekg. sést stundum vinstri hneigð og venjulega ekki fyr en seint í sjúkdómnum. Sjúk- lingar þessir deyja oftast úr hjarta-insufficiens, subacut bakteriel endocarditis, ruptur á aorta descendens, aneurysma dissecans aortae eða ruptur á heilaslagæðum. Mors skeður bæði á unglingsárum og stund- um ekki fyr en um fertugs- aldur. Sjúklingarnir geta lengi unnið erfiðisvinnu, án sér- stakra óþægindá. Einkenni um insufficiens frá vinstri hjarta- helming kemur fyrst fram þeg- ar sjúkl. er orðinn langt leidd- ur af sjúkdómnum. Nú er opererað við þessum hjartasjúkdómi. Framkvæmdi Crafoord í Stockhólmi 1944 fyrstur manna þessa aðgerð. Skar hann burt aorta-þrengsl- in og saumaði endana saman (end to end suture). Árið 1948 birti Gross 41 opererað tilfelli með 14,6% dánartölu, og Bla- lock sama ár 21 sjúkl., 14,2% dóu.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.