Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 29 miklu hypertrofi á hægra aft- urhólfi getur apex lyfzt upp og hjartað ýtzt til vinstri og kem- ur þá fram svokallað „klossa- hjarta“ („coeur en sabot“). Sumir líkja því við önd í lög- un. Stundum er hjartað að sjá eðlilegt 1 lögun. Ekg. sýnir því nær alltaf hægri hneigð. Vanti hana í ekg., mælir það mjög gegn þessum sjúkdómi. Taliö er, að í um helming tilfellanna finn- ist leiðslutruflanir, sem sé lengdur leiðslutími framhólf- anna, klofningur í QRS-kom- plexinu, sem svarar til systol- unnar eða samdráttar aftur- hólfanna og grein-,,block“. — Oft er stækkun og hækkun á P- tökkunum einkum í 2. leiðslu og stundum er T-takkinn nega- tivur í 3. leiðslu. Flestir sjúkl. deyja á ungl- ingsárum, einstaka ná 20—30 ára aldri og flestum verða sub- acut bakteriel endocardit og heilaígerðir að bana. Nú hefir þetta breytzt eftir að farið var að operera við þessum sjúkdómum og penicil- lin kom til sögunnar. Árið 1945 byrjuðu Blalock og Taussig að operera við þessu með því að gjöra anastomosis frá einni greininni á arcus aortae (art- eria subclavia eða anonyma) og annarri hvorri aðalgrein arteria pulmonalis. Potts (1946) framkvæmir þessa o- peration með því að gjöra beina anastomosis milli aorta og arteria pulmonalis. Opera- tionin leiðir af sér eins konar ductus arteriosus persistens. Markmið aðgerðarinnar er að auka blóðstreymið til lungn- anna, sem skeður við að nokk- uð af blóðinu frá aorta spýtist gegn um anastomosuna inn í arteria pulmonalis, fer til lungnanna og hleðst súrefni þar. Á þann hátt léttir sjúkl- ingnum mjög, blái húðlitur- inn hverfur að miklu leyti af flestum. — Aðferð Potts er tal- in mun heppilegri. Þar er hægt að hafa anastomosuna stærri eða minni eftir því sem ástand sjúklingsins krefst. Potts hafði 1947 opererað á þennan hátt 45 sjúkl. með 8,8% dánartölu. Blalock (1947) birti árangur af aðgerð á 437 sjúklingum með dánartölu 18%, en þó er sú tala hjá honum mun lægri á síð- asta ári. — Husfelt í Kaupm,- höfn hefir í árslok 1948 op. 35 „blá börn“ með dánartölu rösk- lega 10%. Sem skiljanlegt er, vita menn lítið um prognosis eftir Blalock-Taussig opera- tion. Taussig hefir (sept. 1948) birt árangur af eftirrannsókn- um á 175 tilfellum með Fallot’s tetralogi opereruð frá febr. 1945 til júlí ’47. 7 voru dáin, 4 skyndilega, en 3 virtust hafa dáið úr infection. 60% fengu töluverða hjarta-dilatatio, sem þó eykst ekki eftir fyrstu 6 mánuðina.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.