Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 19 aldar eru á vítaminsnauðu fæði um meðgöngutímann, sýna, að afkvæmin hafa mjög oft ýmsa líkamsgalla. Taussig telur með- fædda lues og endocarditis í fóstri mjög vafasamar orsakir til meðfæddra hjartasjúkdóma. Sama er að segja um alkohol- ismus hjá foreldrum. Warburg heldur því fram, að Lutem- bacher’s syndrom (mitralsten- osis með atfiumseptum defekt) orsakist að öllum líkindum af intrauterin endocarditis. — Þá hefir verið talið að smit- næmir sjúkdómar á meðgöngu- tímanum orsaki ýmiss konar meðfæddar vanskapanir. Það er þó fyrst tiltölulega nýlega, að Gregg (1941) og Swan o. fl. (1943) sýndu fram á, að fái vanfærar konur rubeola á fyrstu 2—3 mán. meðgöngu- tímans, ala þær börn, sem hafa hlutfallslega mjög háa tölu af meðfæddum vansköpunum, t. d. katarakt og hjartagalla. Ef smitun þessi skeður í 3. mán- uði meðgöngutímans, má bú- ast við að 50% hafi einhverja galla og ennþá fleiri, ef smit- un kemur fyrr á meðgöngu- tíma. Hér er vert að minnast þess, að hjartað myndast á fyrstu 2 mánuðum meðgöngu- tímans og mun þá smitunin valda sérstakri truflun í vexti hjartans. Warburg telur að ru- beola á fyrstu mánuðum með- göngutímans sé svo alvarlegur sjúkdómur, að það sé „relativ indication“ fyrir abortus pro- vocatus. Konur með diabetes fæða oftar vansköpuð börn heldur en heilbrigðar mæður, og sam- fara mongolismus, segir War- burg, að 5. hvert barn hafi með- fædda hjartagalla. Tíðni meðfæddra hjartasjúk- dóma er alveg óþekkt og fann ég ekkert um það getið í Tauss- ig’s bók. Aftur á móti hafa 2 danskir höfundar (Sönder- gaard og Warburg) gizkað á 2%c hjá almenningi, og telur Söndergaard % af þessari tölu í börnum undir 4 ára aldri, einkum nýfæddum. — Hann dregur þessa ályktun sína, eft- ir að hafa rannsakað fjölda krufninga síðustu 20 árin frá Ríkisspítalanum í Kaupm.höfn (5821 krufning). Warburg hef- ir rannsakað meðfædda hjarta sjúkdóma í sjúklingum, sem vistaðir hafa verið á spítölum í Kaupmannahöfn. Fann hann á barnadeildunum 11%C, sem taldir voru hafa meðfædda hjartasjúkdóma. Hann leggur til grundvallar skýrslu farsótt- arsjúkrahússins í Kaupm.höfn, Blegdams-spítalans, og fann þar 2,6%o af börnunum, en tek- ur þó fram, að þetta sé „grovt skön“. Eftir þessu reiknast hon- um, að af börnum frá 1—14 ára í allri Danmörku hafi um 2000 meðfæddan hjartasjúkdóm. Tilsvarandi tala hér á landi yrði þá um 50.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.