Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 13
LÆKNABLAÐIÐ
23
áunna aortastenosis. — En
óhljóð við meðfædda hjarta-
sjúkdóma geta í mörgum til-
fellum verið veik eða jafnvel al-
veg vantað, þar sem hinn með-
fæddi hjartagalli, t. d. op í
septum, er stórt eða vítt. Aftur
á móti heyrast mikil óhljóð
þegar blóðið spýtist gegnum
þröngt gat.
Staður óhljóðanna hefir
stundum þýðingu fyrir sjúk-
dómsgreininguna, en getur
líka villt. Er sérstaklega erfitt
að átta sig á ólíkum hljóðum
við vinstri brún bringubeins-
ins. Sé óhljóðið kröftugast í 2.
vinstra rifjabili, er haldið, að
því valdi þröngt pulmonalosti-
um (pulmonalstenosis). Ef
punctum maximum er í 3. og
4. vinstra rifjabili er líklegra
að um galla eða gat í septum
interventriculorum sé að ræða.
Oftast-nær eru óhljóðin systol-
isk. Sé kröftug projektion út í
hálsæðar, eru það teikn um
aortavitia, en heyrist þó stund-
um við Fallot’s tetralogi, og
hin kröftugu óhljóð við stenosis
isthmi aortae heyrast greini-
lega á baki v. megin, medialt
við scapula. Þar heyrist einnig
vélahljóð við ductus arteriosus
persistens.
Elektrocardiogra.fi:
Hjartalínuritið gefur oftlega
góðar vísbendingar. Þannig
sjást oft stór útslög í öllum 3
leiðslum með klofning á „intial
komplexinu“ (QRS), sem þá
bendir fyrst og fremst á galla í
septum interventriculare. Þeg-
ar þessi klofningur á QRS-
komplexinu er svo mikill, að
um hægri hneigð er að ræða, þ.
e. mjög stór S-takki í 1. leiðslu,
er það tákn um hypertrofi á
hægri hjartahelmingi, en því
veldur aukinn þrýstingur
þar. Er þá langoftast um að
ræða Fallot’s tetralogi, stund-
um Eisenmengers syndrom og
aðra hjartagalla. Stórir P-takk-
ar benda á aukið starf fram-
hólfa hjartans eins og kemur
við galla í septum.
Vinstri hneigð í ekg, er sjald-
gæf. Hjá sjúkl. með cyanosis
gæti það bent á atresi eða lok-
un á ostium tricuspidale og
galla eða op í septum inter-
atriorum. Stundum sést lengd-
ur leiðslutími framhólfanna
(P-Q-tími lengdur) og „grein-
blok“.
Hjá mörgum sjúkl. er ekg.
eðlilegt eða mjög lítið frábrugð-
ið því sem eðlilegt er, en White
bendir á, að það geti haft sína
þýðingu, þar eð í svo mörgum
tilfellum hjá þessum sjúkl. sé
tilhneiging til hægri hneigðar.
Röntgenrannsóknir á hjarta.
Eins og áður er nefnt, hefir
Taussig sérlega helgað sig gegn-
umlýsing á sjúklingum með
meðfædda hjartasjúkdóma.
Hún hefir náð þeirri æfing, að
hún mun fær um að diagnos-