Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 15
LÆKNABLAÐIÐ 25 útbreiðslu fyrr en á síSustu 2 stríðsárunum, þegar farið var að nota hana til differentialdia- gnosis meðfæddra hjartasjúk- dóma. Notað er grannt katheter úr plastik (venjul. nr. 8), sem stungið er í vena mediana cubiti. Þetta er gjört í stað- deyfingu og oftast þarf að skera inn á æðina á börnum. Þeim er gefinn 2y2 tímum fyr- ir aðgerðina, töluverður skammtur af phenemal. Komið geta fyrir krampar í æðunum, ef of hægt er farið að reka inn kathetrið. Þarf því að gjöra þaö jafnt og liðlega. Kathetrið er bundið við krana, sem hægt er að festa á rafmagns-kondensa- tor-manometer, þannig að allt- af er hægt að mæla þrýsting hvar sem oddur kathetersins er staddur. Manometer þetta er mikilsvirði og er það byggt af Tybjerg Hansen og Warburg (1947), og er nú tekið upp á flestum stöðum, sem við þessar rannsóknir fást. Sjúklingurinn er hafður undir gegnumlýsing- ar-skermi, þannig að hægt er að fylgjast með hve langt oddur kathetersins er kominn. Notað- ur er eins lítill straumur og lág spenna og hægt er, því að oft getur gegnumlýsingatíminn tekið um V2 klst., þótt venjan sé ekki nema stundarfjórðung- ur. Meðan á aögerðinni stendur, er tekið blóð frá ekki færri en 10—12 stöðum víðsvegar í hjarta og æðum, oftlega frá fleiri stöðum. Blóðið er tekið þannig, að loft komist ekki að, og súrefnismagn þess mælt eins fljótt og auðið er. Reynt er ávallt að taka blóð frá þess- um stöðum: hægri og vinstri arteria pulmonalis, truncus arteriae pulmonalis, conus pulmonalis rétt neðan valvulae pulmonalis og á 1—2 stöðum í h. ventriculus, frá h. atrium, og síðast frá venae cavae sup. og inf. Þrýstingur er alltaf mældur rétt áður en blóð er tekið, og eins þegar kathetrið kemur inn í nýtt hjartahólf. Þrýstingsmælingarnar og súrefnisrannsóknir blóðsins eru fyrst og fremst mikils virði, þegar vitað er, hvar oddur ka- thetersins er staddur innan hjartans, þegar blóðið er tekið, en þar gerir gegnumlýsingin ómetanlegt gagn. Meðan á að- gerðinni stendur, er sjúkling- ur alltaf tengdur við hjarta- línurits-áhald, og línurit tekið við og við. Ekki mun ég ræða nánar um þrýstingsmælingar eða súrefnisákvarðanir blóðs- ins, til þess er tími minn of stuttur, en vil þó minna á, að Tybjerg-Hansen getur þess, aö hjá sjúklingum, sem ekki hafa meðfædda hjartasjúkdóma, finnist í einstaka tilfellum mis- munur á súrefnismagni blóðs- ins allt að 1 vol. % í sýnishorn- um, sem tekin eru í sama

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.