Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 12

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 12
22 LÆKNABLAÐIÐ sést lélegur líkamlegur þroski og pubertas tarda hjá sjúkling- um meS meðfædda hjarta- sjúkdóma. Af öðrum almennum ein- kennum eru ,,paradoxal“ em- boli, þar sem thrombus í venu- kerfinu losnar og fer yfir í stóru hringrásina gegnum ab- normt samband milli hægri og vinstri hjartahelmings, og festist í slagæðakerfinu. Tiltölulega oft sjást heila- ígerðir við meðfædda hjarta- sjúkdóma. ígerðir þessar or- sakast af inficeruðum smá- thrombum, sem annað hvort eru „paradoxal“ eða stafa frá subacut bacteriel endo-card- itis 1 vinstri hjartahelming. Warburg bendir á, að komi ,,in- fektiös“ lungna- og heilamein samtímis eða því nær samtím- is, séu öll líkindi til, að um meðfæddan hjartasjúkdóm sé að ræða. Subacut sýkla-endocarditis er tíðasti og alvarlegasti fylgikvilli meðfæddra hjarta- sjúkdóma, ef sjúkl. ná dálitlum aldri. Þessi sjúkdómur, sem áð- ur var eiginlega ólæknandi, drap flesta þessa sjúklinga. Eft- ir að penicillin var tekið í notkj- un læknast rösklega 90%. ,,Autochtone“ thrombosis í cerebrum þ. e. thrombus, sem myndast á staðnum og er staðbundinn kemur oft fyrir hjá þeim, er hafa polycythæmi, og sést víst stundum við Bla- lock-Taussig’s operation. All- margir sjúklingar, sem hafa meðfædda cyanosis-hjarta- sjúkdóma, þjást af mæði í köst- um (paroxystisk dyspnoe). Morfin vei'kar hér specifik. Sjúkl. léttir oft vel við að setja þá í kné- og olnbogastöðu. Diagnosis: Sökum þess hve mörg form eða gerðir finnast af meðfædd- um hjartasjúkdómum, er erf- itt að gera almennt grein fyr- ir stethoscopi-breytingum við þessa sjúkdóma. Einstakra ber að geta. Voussure eða útbung- un á præcordium, bendir á mikla ofraun hægra ventri- culus í langan tíma. Mikil pulsation í arteria car- otis bendir á aortainsufficiens, en því getur líka valdið ductus arteriosus persistens með lág- an diastoliskan blóðþrýsting. Sjáanleg og finnanleg pulsa- tion á baki medialt við scapu- lae er einkennandi fyrir sten- osis isthmi aortae. Um hlustun við þessa sjúkdóma segir War- burg, að eins og hún sé mikils virði við áunna (aquisit) hjartasjúkdóma, sé hún oft lít- ils virði og jafnvel rugli mann við þá meðfæddu. Það einkennir óhljóðin mest, að þau eru mjög sterk og meira áberandi en þau, sem venjulega heyrast við áunna hjartasjúkdóma, þótt heyrzt geti eins sterk óhljóð við

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.