Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 17

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 17
LÆKNABLAÐIÐ 27 hjartanu. Er það bæði í systolu og diastolu, oft kallað „véia- hljóð“, sterkast í 2. vinstra rifjabili rétt við sternum, er oftastnær kröftugt í 3. vinstra rifjabili, breiðist upp eftir að viðbeini og heyrist stundum medialt við vinstra herðablað. Oftlega finnst greinilegur titr- ingur (fremissement) þar sem óhljóðið er háværast, og sézt getur þar pulsatio. Sé arteria pulmonalis mjög víkkuð, er hægt að banka út deyfu í 2. vinstra rifjabili, (Gerhardt’s deyfa), og getur þá komið par- esis á nervus recurrens sin. Stundum er mismunur á puls á h. og v. úlnlið, en oftast er hann „celer et altus“. Við mæl- ing á blóðþrýsting finnst oft lágur diastoliskur þrýstingur. Hjá þeim sjúklingum er röntg- enmynd af hjarta einkennandi, þar eð pulmonalboginn, sem er ofan til á vinstri hlið hjartans, er mjög útbungandi og intra- pulmonal greinar af arteria pulmonalis, sem falla saman við hilusskuggana, eru mjög víkkaðar og sjást þær pulser- andi við gegnumlýsing, svo- kallaður „hilus-dans“. Þó þarf, eins og Taussig bendir á, ekk- ert athugavert að sjást við hjartamyndina. Ekg. er venjulega eðlilegt, stundum þó mikill klofningur á QRS-komplexinu. Fundizt geta bæði hægri og vinstri hneigð. Klinisk diagnosis byggist því fyrst og fremst á hinu sérkennilega óhljóði við stethoscopi, „vélahljóðinu“. Sé ekkert gert, deyja flestir þessara sjúklinga úr áður- greindum fylgikvillum. War- burg heldur því fram, að oper- era eigi öll slík börn eldri en 5 ára til að forðast fylgikvilla. — Operationin er í því fólgin, að bundið er fyrir ductus. Var að- gerðin í fyrsta skipti fram- kvæmd 1938 af Gross, og þar með hófst skurðmeðferð með- fæddra hjartasjúkdóma. Árið 1947 birti Shapiro statistik, þar sem dánartala eftir aðgerð á 343 „óinficeruðum“ tilfellum var frá 4—9%, en 28,4% fyrir 88 „inficeraða“ subacut bakt- eriel endocarditis. Gross birti 1939, 43 tilf. með dánartölu tæp 7%, en 1947 90 tilfelli þar sem hún var aðeins 2%. 2. Fallots Tetralogi. Árið 1888 birti Fallot 55 tilfelli af þessum sjúkdóm, en Warburg hefir fundið sams konar tilfelli sem Daninn Niels Steensen hef- ir skrifað um 1671 eða 1672. Fallots Tetralogi er sá með- fæddi hjartasjúkdómur, þar sem lang oftast finnst stöðug cyanosis, og reikna má með að milli 80—90% af „bláum börn- um“, sem eru yfir 2 ára gömul, hafi þennan sjúkdóm. Það er einmitt þessi tegund með- fæddra hjartasjúkdóma, sem hægt er að bæta með Blalock- Taussig operation.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.