Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 14
24 LÆKNABLAÐIÐ ticera á þennan hátt flestar tegundir þessara hjartagalla. Það' munu vart nokkrir geta fetað í þau fótspor, enda ó- mögulegt fyrir annan að ná mikilli og öruggri æfingu en þann, sem vinnur á þess háttar sérdeild í langan tíma. — Þessi rannsóknaraöferð hefir oröið að víkja fyrir öðrum nýrri, á ég þar við kontrast angiocardio- grafi og cathéterisatio cordis. Kontrast-angiocardiografi var fyrst framkvæmd af Kuba- mönnum, þeim Castellos, Per- eiros og Garcia 1937. Síðan tóku Bandaríkjamenn að vinna að þessum rannsóknum, en fyrst í stríðinu náði þessi rann- sóknaraðferð töluveröri út- breiðslu á sérdeildum. Aðferðin er í því fólgin, að gegn um venu í olnbogabótinni er sprautaö — allt eftir þyngd sjúkl. — 20 —70 cc af 70% diodrast-upp- lausn. Verður þetta að ganga mjög hratt, helzt á tveimur sekúndum. Þá er strax byrjað að taka röntgenmyndir og á 5 sek. eru teknar 8—10 myndir í tveimur stillingum. Rann- sóknin fer fram í léttri svæf- ingu, því að það veldur töluv. sársauka fyrir sjúkl., þegar svo mikið magn af kontrast-efni ryðst í gegnum hjartað. Oftast er sjúkl. búinn að ná sér eftir nokkrar mínútur. Auðvitað verður að rannsaka, hvort sjúkl. er ofnæmur fyrir efninu, áður en byrjað er, því að skeð hefir að sjúkl. hafi dáið eftir mjög lítinn skammt af diodrast í æö. Eftir 5—6 sek. frá því inn- dælingunni er lokið, er hægri hjartahelmingur fullur af kori- trastefninu og eftir 10—12 sek. er allt komið yfir í vinstri hjartahelming. Á þennan hátt má alveg greina lögun hjarta- hólfanna, legu arteriae pulmo- nales og aorta og, t. d. við sept- um-göt, má sjá hvernig kon- trast-efnið spýtist strax úr hægra hjartahelming yfir í vinstri. Með góðri röntgen- tækni er einnig hægt að mæla þykkt hjartavöðvans í milli- metrum, en það gefur auðvitað glögga hugmynd um hyper- trofi-stigið. Það er mikilsvirði við ýmsa áunna hjartasjúk- dóma eins og t. d. cor pulmon- ale chronicum, þar sem erfitt er að sjá hypertrofi á venjulegri röntgenmynd. Hjarta-katheterisation var fyrst framkvæmd af þýzkum student, Forsemann, 1929. Hann stakk ureterkatheter gegnum venu á handlegg og alla neið niður í hjarta. Þegar hann hélt sig vera kominn nógu langt niður með katetrið, labb- aði hann yfir á röntgen-deild spítalans og lét mynda sig. Rannsóknaraðferð þessi lá svo í láginni þar til Ameríkanarnir (Cournand og samstarfsmenn) tóku hana upp með miklum á- huga 1940. Ekki náði hún þó

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.