Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 10

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 10
20 LÆKNABLAÐIÐ Þriðji höfundurinn er Óskar Þ. Þórðarson. Hann hefir 1947 birt góða og glögga ritgerð um með- fædda hjartasjúkdóma. Hann hefir valið sjúklinga sína úr 10 ára sjúklingafjölda, sem rann- sakaðir voru á „medicinsk Poli- klinik“ við Ríkisspítalann í Kaupmannahöfn. Voru þeir 31.771. Hann telur tíðni með- fæddra hjartasjúkdóma í þeim 2,7%c. Er sú tala alveg 1 sam- ræmi við 2 áðurgreinda höf- unda. Ég mun fljótlega fara yfir symptomatologi þessara með- fæddu galla. Ber þá fyrst aö minnast á cyanosis, þ. e. bláan húðlit. Venjulega hefir þessum sjúkdómum verið skipt þann- ig: 1) Þeir sem ekki eru cyanot- iskir. 2) Þeir, sem eru stundum cyanotiskir og þá venjulega á unglings- eða fullorðinsárum, svokölluð „tardiv cyanosis". 3) Þeir, sem eru stöðugt cyan- otiskir. Taussig heldur því fram að þessi skipting sé lítils virði, af því að takmörkin milli stöð- ugt cyanotiskra og seint cyan- otiskra séu ekki skörp. Hún dregur þessa 2 flokka saman, þar sem í báðum sé hindrun á lungnablóðrásinni. Orsök cyan- osis minnist ég aðeins lauslega á. Hún er sú, aö mikið reducer- að hæmoglobin hrúgast upp í háræðunum, og voru það Lundsgaard og van Slyke (1923) sem sýndu fram á það. Þetta á sér stað á ýmsan hátt. — Skipting, sem hér fer á eft- ir, er tekin eftir Warburg: 1) Þegar bláæðablóð frá hægra hjartahelming dælist út í stóru hringrásina, eins og oftast skeður við dextro-positio aortae, galla í septum inter- ventriculorum, eða septum int- eratriorum. — Má hér geta galla, þar sem tricuspidal-lok- urnar eru lokaðar. Blóðið frá venae cavae fer þá gegnum op í septum interatriorum, gegn- um mitralostium niður í vinstri ventriculus og út í aorta. Hægri ventriculus er að mestu eða al- veg atrofieraður. Þessi tilfelli eru ein af þeim fáu af með- fæddum hjartasjúkdómum, er sýna vinstri hneigð í hjarta- línuriti. Við transpositio á aorta og arteria pulmonalis, þar sem vinstri ventriculus fær blóðið frá lungunum og dælir því aft- ur út í lungun, og sá hægri fær blóð frá truncus og dælir því út í aorta, getur viðkomandi því aðeins lifað, að abnormt samband sé milli beggja hring- rásanna, t. d. ductus arterios- us persistens, eða op í septum atriorum eða ventriculorum. Það er t. d. einkennilegt, að við cor triloculare biatriorum (þ. e. septum interventriculare vantar) er cyanosis oft lítil. Ræður þar miklu að blóð- straumarnir beinast á sérstak- an hátt intracardialt. Einnig

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.