Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.05.1950, Blaðsíða 11
LÆKNABLAÐIÐ 21 má benda á, að í ýmsum tilfell- um með atrium-septum-galla, þar sem er arterio-venös ,,shunt“ þ. e. blóðið streymir frá vinstra atrium yfir í það hægra, snýst straumurinn við t. d. við lungnabólgu, vegna þess að þrýstingurinn hækkar í litlu hringrásinni, og við það kemur fram cyanosis á sjúkl. Talið er, að í sjúklingum með eðlilegt hæmoglobinmagn þurfi 14 af blóðinu að koma frá hægri hjartahelming út í aorta, til þess að valda cyanosis. Sé aukinn fjöldi rauðra blóðkorna (polyglobuli), þarf venösa blóð magnið ekki að vera svona mik- ið. 2) Önnur orsök cyanosis er, þegar blóðið fær ekki nóg súr- efni í lungunum vegna breyt- inga á lungnavefnum, og á þetta fyrst og fremst við þau tilfelli, sem cyanosis kemur fram seint og síðar meir. Hér er þá einnig oftlega polygln- buli. 3) Á síðari árum hafa menn kynnzt heldur sjaldgæfri orsök til cyanosis, þar sem eru art- erio-venös fistlar í lungum eða aneurysma, sem hægt er að bæta með operation. 4) Fjórða orsökin til cyanos- is er vinna eða áreynsla. Af auð- sæjum ástæðum kemur cyanos- is fljótlega í ljós á sjúklingi með abnormt samband milli beggja hringrásanna eða venös- arteriel „shunt“, þar sem blá- æðablóð blandast slagæðablóði. Hið minnkaða súrefnismagn í slagæðablóði, þegar þessir sjúklingar reyna á sig, er mjög mikilsverð operationsindika. tion og eru notuð sérstök tæki, ,,oxymeter“ til þess að mæla súrefnismagn blóðsins. 5) Ef blóðið frá ýmsum lík- amshlutum inniheldur mis- munandi magn af reduceruðu hæmoglobin, sem stundum sést við stenosis isthmi aortae, þeg- ar neðri hluti líkamans, t. d. fæturnir eru bláir en andlit og hendur eru með eðlilegum lit- arhætti. Kronisk reduction á súrefn- ismagni blóðsins veldur komp- ensatorisk fjölgun rauðra blóð- korna (polycytæmi), sem er einnig þekkt hjá sjúklingum með kroniska lungna- og hjarta sjúkdóma, einnig hjá fólki, sem býr 1 hæstu fjallahéruðum heims. Standi polycytæmi lengi, koma hinar svokölluðu ,,úrglerlöguðu“ fingurneglur eða kúptar neglur, Hippokrat- es-fingur, og í einstaka tilfell- um breytingar á fótum og ökla- liðum, hin svokallaða „oste- opathie hypertrofiante pne- umique“. Finnist cyanosis án Hippo- krates fingra er líklegt að cyan- osis hafi ekki staðið lengi. Bæði Hippokrates fingur og úrgler- lagaðar neglur geta verið ætt- geng og einnig af „konstitu- tionel“ orsökum. — Oftlega

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.