Læknablaðið - 01.07.1950, Page 6
50
LÆKNABLAÐIÐ
milli plasma og blóðkorna
vegna langvarandi stasis við
blóðtökuna t. d. Cl-íona flutn-
ingur frá plasma til blóðkorna
við aukningu á C02 í blóðinu.
Þessar staðreyndir þarf að
þekkja og taka tillit til þeirra,
áður en ráðist er í sjálfa blóð-
tökuna, sem ekki er óþæginda-
laus fyrir sjúklinginn þótt ekki
sé hún stór aðgerð. Blóð þolir
illa geymslu og flutning, eink-
um eru blóðkornin viðkvæm og
fer jafnan bezt á því að blóðið
sé tekið þar sem rannsóknin
fer fram, og ef rannsaka á efni
í serum þá er betra að skilja
það frá og senda það heldur
en heilblóð, sem viðkvæmara
er.
Til mælingar á hæmoglobini,
talninga á r„ og hv. blk. og fl.
rannsókna má nota háræða-
blóð, sem tekið er úr eyrna-
snepli eða fingurgómi, ef rann-
sóknin er gerð á staðnum, en
fullt eins heppilegt er að nota
venublóð, sem haldið er fljót-
andi með því að láta oxalat eða
citrat út í.
Aðferð við blóðtöku úr eyra:
1) Eyrnasnepillinn nuddaður
þangað til hann er orðinn
rauður, háræðarnar víkka,
blóðsókn eykst og blæðing
verður örari.
2) Þvegið með alkoholi eða
ether og síðan þerrað með
vatnssækinni bómull.
3) Gerð rispa með flugbeitt-
um mjóum hnífsoddi langs
um í brúnina á eyrna-
sneplinum. Til þess að nóg
blæði verður rispan að
vera ca. 4 mm„ djúp og ca.
4 mm. löng.
4) Fyrstu blóðdroparnir eru
þerraðir með bómull og
síðan er látinn myndast
svo stór dropi að unnt sé
að fylla pipettuna í einu.
Blóðsúlan í pipettunni er
látin komast rétt upp fyr-
ir mælistrikið, pipettan
þurrkuð vandlega að utan
og síðan er blóðinu, sem
umfram er, rennt varlega
úr pipettunni þangað til
. blóðsúlan er við strikið.
Blóðinu er síðan blásið úr
pipettunni í blöndunar-
glasið og allt blóð skolað úr
henni með því að sjúga
blöndunarvökvann nokkr-
um sinnum upp í hana.
Vatnssækin bómull er höfð
yfir stungusárinu þegar búið
er að taka blóðið og á milli þess
sem pipetturnar eru fylltar, og
verður að þerra allt blóð vand-
le°-a í burtu áður en nýr dropi
er tekinn í pipettu.
Ef eyrnasnepillinn er ekki
nuddaður á undan blóðtöku
er hætt við að lítið blæði,
vegna bess að háræðarnar eru
þá ekki nægilega víkkaðar.
Hætt er þá við að blóðið storkni
í pinettunni. Við samdrátt á
háræðunum er hætt við bví að
hlutfallið á milli r. blk. og
plasma raskist rhlk. í vil og af