Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1950, Side 20

Læknablaðið - 01.08.1950, Side 20
78 L Æ K N A B L A Ð I Ð með öðru móti en gerist um mænusótt. Allt virtist benda til þess að smitið bærist beint mann frá manni, sennilega oft um heilbrigða smitbera. Þá sjaldan nokkuö varð ráöið um meðgöngutímann, virtist hann hafa verið nálægt einni viku. Hundraðstala sýkinga (6.7% íbúa á Akureyri) er meiri en venja er til um mænusótt. Að vísu er langt frá því að skrán- ingartölur mænusóttar á ýms- um tímum og í ýmsum héruð- um séu vel sambærilegar, því að mjög er það misjafnt hve langt er gengiö í því að skrá vægu tilfellin, Þá er þaö og ólíkt mænusótt hve mikið veik- in breiddist út í skólum, því yfirleitt hefur ekki verið talið að skólar stuðli verulega að út- breiðslu mænusóttar. Flokkun sjúklinganna eftir aldri og kyni er og allfrábrugð- in því er tíðkast um mænusótt. Hér á landi, sem víð'a annars- staðar, hefur að vísu orðið tals- verð breyting á aldursflokkun mænusóttarsjúklinga. í far- aldrinum mikla 1924 sýktust hlutfallslega flestir á aldrinum 0—4 ára, en í faraldrinum 1946—47 var sýking algengust í aldursflokknum 15—19 ára, þá veiktust hlutfallslega færri á aldrinum 0—4 ára en á öll- um aldri ósundurliðað (5). Nú mætti segja að Akureyrarveik- in sýni aðeins áframhald þess- arar breytingar, sem áður var hafin (tafla 9), en þó er stökk- ið furðu mikið. Þess má geta hér að faraldurinn 1946—47 virðist sumstaðar a„ m. k. hafa verið sérkennilegur að ýmsu leyti, og í Víkurhéraði t. d., virðist honum um margt hafa svipað til Akureyrarveikinnar (3). Dánartalan 1946—47 var þó því sem næst hin sama og í næsta faraldri áður, 1945. Tíðni mænuscttar frá 1924, Tafla 9. á öllu landinu, eftir til samanburðar við aldri, helztu faraldursárin Akurejrarveikina. Ár 'jöldi júklinga )ánir pr. 00 sjúkl. Skr áðir sjúkl. pr. eftir aldri 1000 ibúa O _ n z •- » —1 T—t O -S líí'S r-i-- o cí So*C5 1924 463 19.2 12.8 1 8.9 4.7 . 2.7 1935 301 9.6 .6.0 4.6 2.7 1.3 2.6 2.3 1945 368 2.7 3.6 4.3 6.0 1.7 2.8 1.3 1946/47 671 2.7 3.2 7.3 9.9 3.9 5.1 0.6 Akureyri 465 0 j 7.3 | 46.9 164.0 86.0 67.5 0.1

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.