Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.08.1950, Side 23

Læknablaðið - 01.08.1950, Side 23
L Æ K N A B L A Ð I Ð 81 æxlum í mjógirni, en 225 í ristli, og í annað skiptið var malign tumor í coecum einnig til staðar. Carcinoma getur komið fyrir alls staðar í colon, en langoft- ast 1 vinstri helming hans. Ef rectum er talið með, koma'70 % illkynja æxla fyrir í fectum og colon sigm. Þau 30%, sem eftir eru, skiptast jafnt mifli ann- arra hluta ristilsins. í hægri helming ristilsins er innihaldið fljótandi, og æxlið venjulega ,,polypoid“ og verð- ur því ekki til alvarlegrar hindrunar fyrr en seint., Eins og áður er sagt, kemur krabbamein langoftast v. meg- in í colon, einmitt þar sem innihaldið er orðið tiltölulega þétt og þrengsli í ristlinum segja fljótlega til sín, meðan æxlið er enn bundið við ristil- vegginn. Mikill hluti illkynja æxla, v. megin í colon, vaxa einnig sem hringlaga mein og þrengja :íjljótlega lumen. Vera kann að adenoma og papilloma, sem koma alloft v. megin í colon, séu orsök þess, hve oft krabbamein finnst þar., Að minnsta kosti mun mega rekja til þeirra, að ósjaldan sjást margir primær tumorar í einu og þó einkum í v. helm. ing colon. Klinik. Illkynja æxli loka ekki colon fyrr en sjúkdómurinn hefir staðið lengi, og það gefur ávallt til kynna alvarlega complica- tion, sem spillir mjög bata- horfum og möguleika á rót- tækri aðgerð. Þess vegna er mjög áríðandi að greina sjúk- dóminn áður en veruleg tæm- ingarhindrun er komin. Aðaleinkenni ca, coli h. meg- in eru breytingar á hægðum. Venjulega verða þær örari. Ulcererandi- eða polyp-canc- erar í coecum eða colon ascend- ens hraða faeces mjög þar í gegnum. Snemma í sjúkdómn- um getur aðeins verið óljós ó- þæginda-tilkenning h. megin í abdomen, sem verður greini- legri og að stöðugum verk er lengra líður. Þessi óþægindi eru að nokkru vegna spasma 1 colon ascendens þenslu á coecum þar fyrir neðan, og geta líkzt recidi- verandi og chron. appendicitis. Seinna getur verkurinn orsak- ast af því, að tumorinn vex gegnum garnavegginn, og ef það er á mótum appendix og coecum, getur það leitt til bráðrar botnlangabólgu. Ef tumorinn vex inn í val- vula ileocoecalis, getur það valdið algerðri lokun á ileum terminale með kolik-verkjum kringum nafla. Vegna þess hve æxlin h. megin í colon eru oft stór, viðkvæm og æðarík, er oft um mikla anæmia að ræða, og ávallt ætti að hafa krabbamein

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.