Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 5

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 5
LÆKNABLAÐIÐ GEFIÐ ÚT AF LÆKNAFÉLAGI REYKJAVÍKUR Aðalritstjóri: ÓLAFUR GEIRSSON. Meðritstjórar: JÚLÍUS SIGURJÓNSSON og ÞÓRARINN GUÐNASON. 37. árg. Reykjavík 1952 4. tbl. ' Krabbamein i ristli og enda- þarmi á Islandi 1942—'51 £ftir Jr . me J. JA anneí Ujörnióon Erindi flutt á aðalfundi L. I. "52. Samkv. heilbrigðisskýrslunum dóu hér á landi á 6 ára tímabil- inu 1941—47 1085 manns úr ill- kynja meinum. Cr krabba i þörmum, nema endaþarmi, dóu 72, þ.e. 6,6%. Dr krabba í endaþarmi dóu 23 þ. e. 2,1%. Dauðsföll úr krabba í þörm- um verða því samtals 95 og er það 8,8% af öllum þeim, sem dóu úr illkynja meinum. Það er nokkrum vandkvæð- um bundið að fá samanburðar- tölu frá öðrum löndum, en það sem ég hefi fundið handhægast til samanburðar, eru tölur dönsku krabbameinsskrárinnar, (cancerregistret) frá 5 ára tíma- bilinu 1943—47, yfir alla þá, er dáið böfðu úr illkynja sjúkdóm- um og þá, sem illkynja sjúk- dómar höfðu fundizt í. Heild- artalan er 46.235. Af þeim höfðu 3414 krabbamein i ristli, þ. e. 7,4%, 3469 krabba í endaþarmi, þ. e. 7,5%. Krabbamein i ristli og endaþarmi nam þvi 6883. Þ. e. 14,9% af öllum illkynja sjúk- dómum. Þessar tölur virðast benda til að krabbamein í þessum líffær- um sé allmiklu algengara í Dan- mörku en á Islandi, þótt þær séu eltki fyllilega sambærilegar, þar sem skýrslan frá Danmörku nær yfir alla þá, sem illkynju sjúkdómar böfðu fundizt í. • Ekki er þó óvarlega áætlað, að blutfallslega sízt fleiri bafi læknazt af krabbameini í þörm- um en af illkvnja sjúkdómum annars staðar í líkamanum, og mundi þetta benda til, að enn meiri munur væri milli land- anna. Beinn samanburður á dánar- skýrslum frá ýmsum löndum er

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.