Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 18
62 Læknablaðið Motcíni ijola IvrirbjfSgt mænusótí Flestir vírussjúkdómar í miðtaugakerfi manna og dýra byrja með almennri sýkingu, þar sem vírusið er dreift um allan líkamann og finnst m. a. í blóðinu. Á þessu fyrsta stigi sjúkdómanna eru engin ein- kenni frá miðtaugakerfi og í því finnast að jafnaði enn eng- ar skemmdir. Þessu almenna stigi sjúkdómsins fylgir oft hiti og vanlíðan, en að öðru leyti virðist það meinlaus kvilli. Hins vegar hefur þetta almenna stig venjulega úrslita- þýðingu fyrir útbreiðslu sjúk- dómsins frá einum einstaklingi til annars, hvort sem hann flyzt með bítandi skordýrum eða á annan bátt. ('lemmensen J. Antallet af maligne lidelser i Danmark 1943—47. Uge- skrift for I.æger 113. 1951 P. 5C8. Hauch E. W. et al.: Adenoma of the Rectum & Sigmoid Colon. Gastro Enterology. vol. 1C 1950 P. CG9. Heilbrigðisskýrslur: 1941—47. Lanaham Mc S. et al.: .1. A. M. A. vol. 141 1949 P. 822. Lehman K.: Ugeskrift for Læger 113. 1951 P. 549. Mikkelsen 0.& Hansen S.T.: Nordisk Medicin 4C. 1950 P. 1819. Ortmayer M.: J. Amer. med. Wo- mans Ass. vol 5 1950. Ottenheimer E. .1.: Cancer of rectum. New England Journal of Medicine 237. 1947. Ref úr J. A. M. A. vol. 141 1949 P. 822. Rankin F. & Coleman C. J. Diseases of the Digestive System: Sidney A. Portis: Philadelphia 1944. Til skamms tíma var álitið, að frá þessari reglu væri aðeins ein þýðingarmikil undantekn- ing, sem sé mænusótt eða polio- myelitis. Talið var, að vírusið yki aðallega eða einungis kyn silt i miðtaugakerfinu, og að það fyndist sjaldan eða aldrei í blóði. Þessi atriði bafa ákaf- lega mikla þýðingu fyrir skiln- ing á gangi farsóttarinnar og jafnvel ennþá meiri þýðingu vegna tilrauna til að fvrir- byggja eða lækna sjúkdóminn. Það er alkunna, að passiv immunisering kemur ekki að haldi við mænusótt eftir að vírusið er komið inn í mið- taugakerfið og búið að skemma taugafrumurnar. Aðalástæðan til þess er væntanlega, að mót- efnissameindir komast mjög trauðlega úr háræðum mið- taugakerfisins yfir í næsta um- hverfi taugafrumanna og enn- þá síður inn í taugafrumurnar sjálfar. Ef sjúkdómurinn skvldi hins vegar byrja sem almennur sjúkdómur og vírus- ið finnast í blóðinu löngu áður en það ræðst inn í miðtauga- kerfið, þá gefst þar augljóst tækifæri til þess að ná til þess með passiv immuniseringu. Sömuleiðis stóryki það líkurn- ar fvrir því, að bólusetning gæti komið að lialdi. A síðasta ári er kominn upp sterkur grunur um, að svo muni ein-

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.