Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 9

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 9
Það er vert að hafa hugfast, að verulegir verkir eru ekki al- gengir við þennan sjúkdóm, en aftur á móti hefur sjúklingur- inn oft meiri eða minni þyngsla- óþægindi í kvið. Ef eitt eða fleiri af þessum einkennum eru fyrir liendi, er ástæða til þess að gruna sjúkl- inginn um krabbamein. Einfaklasta og handhægasta rannsóknaraðferðin er explor- atio recti. Þcgar þess er gætl, að um 90% af krahhameini í endaþarmi finnst með henni, verður ekki nógsamlega brýnt fyrir læknum að l'ramkvæma hana og það lege artis. Endaþarmsspeglun er nauð- synleg, bæði til þess að athuga nánar það sem fundizt hefir við exploration, og eins getur þessi rannsóknaraðferð leitt i ljós meinsemd, sem liggur frá 12— 30 cm. frá anus. Röntgenskoðun er ástæðu- laus, enda gefur hún sjaldan upplýsingar um krabbamein í endaþarmi. Aftur á móti er röntgenskoðun eftir innhellingu kontrastefnis ómissandi við grun um krabbamein í ristli. Rankin og Colemann lialda þvi fram, að á fullgildum amerísk- um röntgendeildum, finnist cancer coli í 90% af tilfellum. Lehman kveður röntgenskoðun liafa svikið í 13% á 94 sjúkling- um með cancer coli, sem hann skrifar um. Ég minnist í þessu sambandi sjúklings, sem ég sá skorinn upp á St. Mark’s sjúkra- húsinu í London, sem er sér- deild fvrir þessa sjúkdóma. Sjúklingurinn hafði stóran strikturerandi cancer coli sigmoidei, en röntgenskoðun var negativ. Langoftast finnst blóð í saur, a. m. k. ef notað er benzidin-próf. Lehman fann það í 90%. Ef það finnst, og að minnsta kosti el’ það er stöðugt og aðrar or- sakir fyrir því ekki sennilegar, er full ástæða til að gera kvið- ristu, jafnvel þótt ekkert annað finnist óeðlilegt, við rannsókn. Hjá upp undir þriðjung mun finnast fyrirferðaraukning í kvið. Rannsókn á hæmoglobin og ldóðsökki geta stutt sjúk- dómsgreininguna, ef einhver vafi er á. Yfirlæknir handlæknisdeildar Landsspítalans próf. Guðm. Thoroddsen og yfirlæknir Landakotsspítalans, dr. med. Halldór Hansen, hafa góðfús- lega leyft mér að nota heimildir deilda sinna og kann ég þeim mínar beztu þakkir fyrir. Þá hefur yfirlæknir Akureyrar- spítalans, Guðmundur K. Péturs- son, gert mér þann mikla greiða, að taka saman skýrslu og senda mér hana um alla j)á sjúklinga með krabhamein í ristli og endaþarmi, sem voru vistaðir í sjúkrahúsi Akureyrar, frá því að hann tók við því í árslok 1936. Þeir eru 28, en af þeim

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.