Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÍ) mitt vera. Tveim amerískum læknum, Horstman og Bodian, liefur tekizt að finna nokkrum sinnum mænusóttarvírus í Sjimpansi öpum, sem fengið höfðu þess konar vírus per os. Ýmislegt annað hefur komið á daginn upp á síðkastið, sem bendir í sömu átt. 1 nýkonmu hefti af The Journal of the American Medi- cal Association er sagt frá sér- lega fallegum tilraunum, sem dr. William Mac D. Hammon og aðrir góðir menn hafa gert til að koma í veg fyrir mænu- sóttarsýkingar í börnum með því að gefa þeim einn skammt af svonefndu gammaglobulini. Gammaglobulin er unnið úr mannaplasma með allflókinni fellingaraðferð. Þessi bluti blóðeggjahvítunnar inniheldur nær öll þau mótefni gegn sýkl- um og vírusum, sem í blóðinu finnast. Þar á meðal befur nokkrum sinnum verið sýnt fram á, að í því finnast kröft- ug neutraliserandi mótefni gegn öllum þremur mænusótt- arvírusstofnunum. Hér er ekki tækifæri til að lýsa tilraun dr. Hammons né niðurstöðum hans að öðru leyti en því, að liann lét dæla um 55000 krakka frá 1—11 ára gamla, helminginn af þeim með gammaglobulinupplausn, en binn belminginn með þýð- arlausu efni til samanburðar. Dældir voru síðastl. sumar 03 krakkar á svæðum, þar sem lömunarveikifaraldur var að byrja. 1. október síðastl. böfðu 90 krakkar af hópnum lam- azt. 26 þeirra voru i gamniag- lóbulinhópnum, en 64 í sam- anburðarhópnum. Árangurinn var sem sé ótvírætt jákvæður. Fyrstu vikuna eftir inndæling- una virtist hún sáralílið gagn gera. En 2. til 5. viku var gagn- ið alveg ótvírætt. Skýringin er eflaust sú, að krakkarnir, sem lömuðust 1. viku eftir inndæl- inguna bafa verið búnir að ljúka fyrsta þætti sjúkdómsins, sem einn er viðkvæmur fyrir mótefninu. Inndælingin kom of seint, livað þá snerti. Því miður er gammaglobuliu mjög vandfengin vara. Þótl ekki sé það bejnlínis tekið fram i umræddum greinum, virðist svo sem hver krakki hafi fengið gammaglobulin, sem svarar því, er finnst í 250 ml af plasma eða V2 1 af blóði. Það væri því miður ekki á- hlaupaverk að eiga að búa sig undir að fyrirbyggja hættulega mænusóttarfaraldra með þeim hætti. Eigi að síður opna þessar niðurstöður alveg nýja leið og ef hægt er að fyrirbyggja mænusótt með passiv imnnm- iseringu, er fyllsta ástæða til að trúa því, að innan tiðar finnist fær leið til að beita henni almennt. Björn Sigurðsson,

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.