Læknablaðið - 01.11.1952, Blaðsíða 14
58
LÆKNABLAÐIÐ
inga.með cancer coli, sem voru
vistaðir á 1. deild Kommune
spítalans í Kaupmannahöfn
1938—49. 40% þeirra voru
radikalt opereraðir. Primert
mortalitet eftir aðgerðina var
17%, en aftur á móti aðeins
10% á árunum 1945—49. Svo
langt sem séð varð, lifðu 49%
eftir 3 ár og 32% eftir 5 ár.
Nokkuð af sjúklingunum dóu
af öðrum orsökum en krabba-
meini.
Lehman gefur skýrslu um 94
cancer coli sjúklinga, sem lágu
á St. Lucas Stiftelsen í Kaup-
mannahöfn á árunum 1943—50.
Af þeim vjoru 63% radikalt
opereraðir. Primert mortalitet
var 16,1%.
Bacon telur fram 640 sjúkl-
inga með cancer ani, recti og
col. sigm. Radikalt opereraðir
voru 514. Primert mortalitel
var 5,2%. Af þeim sem útskrif-
uðust, lifðu 52,6% eftir 5 ár.
Þetta er glæsilegur árangur,
en athuga verður, að hér er að
minnsta kosti að nokkru leyti
um sérdeildir að ræða. Dtlitið
verður öðruvísi þegar árangur-
inn frá almennum sjúkrahús-
um cr athugaður.
Ottenheimer telur fram 1610
sjúklinga með cancer recti, sem
voru vistaðir á öllum sjúkra-
húsum, smáum og stórum í
fylkinu Connecticut á árunum
1935—45. Eftirrannsókn, sem
náði til 97% sjúklinga þessara,
leiddi í ljós, að aðeins 7,9%
þeirra voru lifandi eftir 5 ár.
Um resectabilitet er ekki getið.
Eins og ég gal um áðan, er
það aðeins á Landsspítala sjúkl-
ingum, sem hægt er að athuga
hvaða einkenni það voru, sem
rákii sjúklinginn til læknis. Hér
verður þó að hafa hugfast, að
sjúkraskrár eru skrifaðar af
mörgum aðilum, oft stúdentum,
og ekki verið gert ráð fyrir að
úr þeim yrði síðar meir unnið.
Það er yfirleitt ekki hægt að
sjá, hvenær sjúklingur kom
fyrst til læknis vegna sjúkdóms
síns. Sjúklingar þessir eru 38
að tölu. Af þeim verður ekkert
séð um 3, af góðum og gildum
ástæðum.
Ég tel hér á eftir upp, hversu
oft hinna ýmsu einkenna er get-
ið, og höfðu þau staðið frá að-
eins nokkrum dögum og upp i
nokkur ár.:
Óeðlilegar hægðir höfðu ... 22
Blóð með saur............ 21
Tenesmi, verk eða óþægindi
í kvið ................. 20
Megrun..................... 6
Ileus eða subileus ........ 4
Þreytu .................... 3
Þykkni eða herzli við enda-
þarm..................... 2
Hita ...................... 2
Þá er hvernig sjúkdómurinn
uppgötvaðist:
Af 21 cancer recti, fundust
18 við exploratio recti, ílestir
mjög auðveldlega.
Um 2 er tekið fram, að tum-
orinn liggi þar sem efst verði