Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.02.1953, Page 12

Læknablaðið - 01.02.1953, Page 12
88 LÆKNABLAÐIÐ heiti, og mun flestum finnast nóg um, þó að ekki bættist við enn stærri hópur sérheita. (Þess ber að geta, að nokkur hinna nýju lyfja, sem koma í lyfjaskrá, eru gamlir og góðir kunningjar). Má það teljast ærin fyrirhöfn að kynna sér allan þenna lyfjasæg, og þó væri það eitt sér smávægilegt, borið saman við þær kröfur, sem þessi lyf gera um aukna þekkingu lækna, ef vel á að takast um notkun þcirra. Þótt islenzkir læknar venjist þæf- ingsfærð, bæði við háskólann og siðar í þekkingarleit sinni, kæmi mér ckki á óvart, þótt fleirum cn mér þætti stundum seinfarið i núverandi lyfja- drifu. Hér við bætist svo vaxandi nauðsyn á margs konar rann- sóknatækni i sambandi við lyfjanotkun, og á þetta einkum við um antibiotica. Mér virðist ótvírætt, að vel hafi tekizl um ýmis hinna nýrri lyfjaforma. Sennilega myndu fáir læknar óska þess að fella niður nöfn eins og Gultae í núverandi merkingu þess nafns og Oculenlum, cða amasl við Solublettae og Otoguttae, en að sjálf- sögðu stuðla nöfn því að- eins að auknu öryggi, að þau séu einungis notuð i við- eigandi merkingu, og þó ótrú- legt sé, virðist vafasamt, að þessa muni hér gætt sem skvldi. Nýlega hefir l. d. verið skráð nafnið Injecta sem vörumerki á ýmsum varningi, þar með talin lyf. Við athugun á lvfjaskrám sést fljótlega, að lyfjagerð er yfirleitt vandasamari en svo, að hún verði sæmilega unnin í hjáverkum, án áhalda og leikni, svo sem verið hefir um lvfjagerð héraðslækna. Auk þess færist lyfjaframleiðsla óð- um i það horf að verða véla- vinna —verksmiðjurekstur og jafnframt stóriðja. Stöndum við þá andspænis þeirri staðreynd, að fjölda- framleiðsla skapar möguleika til verðlækkunar, en sökum liins dýra vinnukrafts, þá verða lyf að jafnaði því dýr- ari sem véltækni nýtist verr við gerð þeirra. Dýrleika lyfja liefir lengi verið viðhrugðið og það víðar en hér á landi, og þótt sjúkrasamlög létti sjúk- lingum lyfjakostnað og geri mörgum fátækum kleift að kaupa dýr lvf, hlýlur j>að þó að vera eitf af mörgum álniga- málum lækna, að lyl'javerði sé jafnan i hóf stillt. Við vitum nú gerla, að alda- gömul lyfjatrú manna hefir tíðum verið oftrú, en sjáum jafnframt þessa trú magnast og færast í aukana tvo síðustu áratugi, endurnærða á vit- neskjunni um mörg dásamleg lvf, en engu síður kappalda á trúgirni almcnnings og áróðri

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.